Wednesday, July 20, 2005

innflytjendablús

Haldið að það hafi ekki rignt á mig í dag! Ég var bara stórhneyksluð, danska rigningin hefur sýnt þá tillitsemi hingað til að láta sjá sig eftir að ég er búin í vinnunni eða á nóttunni. En þetta er svo sem ekki slæmt, ég er búinn að vinna tæpa mánuð og það er fyrst að rigna á mig núna. Ég er öll að hressast líkamlega, tek varla eftir brekkunni og það eru að koma í ljós vöðvar undan appelsínuhúðinni(ég hefði aldrei trúað þessu). Sef mikið minna og ét ægilega hollan mat. Svo er ég búinn að ná góðri vaxtarræktarbrúnku á handarbökunum.
Ég er búin að greina mig með innflytjendaþunglyndi, ég er búin að vera svo einmana og með heimþrá. Þetta er víst eitthvað sem allir fá við að skipta um land. En ég var náttúrulega með félagslíf á við 12 manns heima á klakanum þannig viðbrigðin eru kannski dáldið svakaleg. En það eina sem maður getur gert í stöðunni er að kyrja meira og keep busy. Fór t.d í gær til Jóhönnu plastfrænku í mat, það var rosa skemmtilegt. Ég þarf að gera meira af svona hlutum.

2 comments:

Anonymous said...

Vestast í vesturbænum er da-purt síðan ca. þú útfluttir. Ég veit ekki fyrir víst hvort þar er samhengi á milli en það er staðreynd. Kannski er sjaldgæfum sólardögum um að kenna líka og fjárans ferðalögum landans út og suður (af hverju er fólkið ekki heima að vinna fyrir skuldunum sínum?). En á laugardag verður rosa partý hjá eftirlifendum, 3ja tíma gleðskapur með góðu fólki og vonandi sem flestum.

Anonymous said...

Ásdís það væri gaman að sjá myndir af ykkur :o)ertu hvergi með á netinu?
Kv,Hjördís A