Monday, July 11, 2005

Heatwave

Hitabylgjan er í fullum gangi, 30 stig á daginn og 18 stig á nóttunni. Ég átti í vandræðum með að sofa í nótt, þó með alla glugga opna. Þetta er samt farið að venjast aðeins, ég er hætt við að segja upp hjá póstinum vegna veðurs.
Ég er á hraðri framabraut í póstinum, átti að fá að bera út póst hjá Fogh forsætisráðherra þessa vikuna en það klikkaði aðeins í morgun. Kannski fæ ég gera það á morgun, segið svo að maður sé ekki að meika það í lífinu!
Fór með Betu í bæinn á laugardag og við áttum hið skemmtilegasta systrakvöld. Svo fórum við hjónin og hún í bíó á War of the worlds. Ég hef ekki farið á svona spennandi mynd í mörg ár, ég vissi ekki hvert ég ætlaði, nagaði allar neglur niður í kviku og kleip manninn minn þess á milli. Cruisarinn var bara frábær í þessari mynd og stóð sig virkilega vel. Endirinn var dáldið antiklimax miðað við heildina en ég mæli með henni.
Svo fórum við í grillpartí til Lóu mágkonu og hún var með íslenska rollu í boðstólum. Alltaf er rollan góð. Ef þið keyrið á rollu í sumarfríinu þá megið þið endilega senda mér.

No comments: