Thursday, July 07, 2005

Ásdís massi

Jæja,menn eru farnir að kvarta yfir að ég bloggi ekki nógu mikið. Ég verð víst að gera eitthvað í því. Ég er bara búinn að vera svo þreytt eftir vinnuna að ég hef ekki meikað að skrifa. Póstútburður í Danmörku er einfaldlega sú mesta töffaravinna sem ég hef lent í. Ég er með krónískar harðsperrur út um allt, alltaf! Ég er algjörlega búinn eftir vinnuna þegar ég kem heim á daginn. Ég er búinn að vinna þarna í 10 daga núna og ég finn að skrokkurinn er að taka aðeins við sér, þetta er að verða aðeins léttara. Ég hafði meira að segja brekkuna á leiðinni í vinnuna í dag án þess að stoppa. Ég verð eins og Magga steri eftir 3 mánuði, þarf að kaupa 2 sæti í flugvélum af því að ég verð svo herðabreið:). Ég fékk reyndar snilldarhugmynd í dag þegar ég var að bera út póst í tuttugasta og sjötta stigaganginn(nb danir trúa ekki á að hafa póstkassa niðri á 1.hæð, það virðist vera einhvers konar guðlast). Ég fór að pæla í að það er fullt af fólki á Íslandi að borga formúgu fyrir einkaþjálfun í hverjum mánuði, ég get skipulagt pakkaferðir fyrir þetta fólk og það getur komið og borið út póst með mér. Það getur verið í pósteinkaþjálfun hjá mér og fengið laun fyrir það(ég fengi að vísu prósentur, selvfölgelig). Póstburður þjálfar allt sem þjálfa þarf, t.d
Þolþjálfun: Klukkutíma hjólatúr til og frá vinnu(upp brekkuna miklu, svínvirkar) + að hlaupa undan hundum
Axlir,handleggir, bak: Bera pósttöskur og kassa og henda 30 kílóa pósthjóli inn og útúr bíl
Rass og læri: Hlaupa upp 40 stigaganga á dag,það ætti að duga
Svo verður fólk svo þreytt eftir daginn að það nennir ekkert á Strikið eða tívolí að eyða peningum.
Er þetta góður díll eða hvað? Áhugasamir hafi samband hið fyrsta!

2 comments:

Anonymous said...

Heheheh þú verður orðin algjör megababe eftir sumarið :o) En hvernig eru þá launin í svona starfi. Hlýtur að vera ágætis laun? :)
Kveðja, Hjördís Auð

Linda Björk said...

jeii blogg - vorum í saumaklúbbi í gær og akkúrat að nefna að þú hefur ekkert bloggað eftir að þú byrjaðir að vinna.