Alt på plads eins og maður segir á góðri dönsku,svínið, konfektið og rauðkálið komið í hús. Ísskápurinn stútfullur af rjóma og hangikjöti sem á eftir að valda háum blóðþrýstingi og auknu kólesteróli langt fram á næsta ár. Akkuru ætli jólin snúist svona mikið um mat?
Ótrúlegt að það sé að koma 2010,djöfull er maður orðinn gamall:).
Wednesday, December 23, 2009
Tuesday, December 15, 2009
Þyngdaraukning
Ekki mín samt,sem er þó talsverð. Ofurhjúkkan Bodil kom í heimsókn í morgun til að mæla og vigta Jóhannes. Jóhannes fékk toppeinkunn og er 6.5 kíló og 62 cm,náttúrulega ekki við öðru að búast þegar um svona úrvalsgen er að ræða.
Hún Bodil mín er að hætta að vinna og fer á eftirlaun eftir áramót. Ég sé mikið eftir henni, hún fylgdi mér með með Leó líka. Í Danmörku koma hjúkkur heim til manns 7 sinnum fyrsta eina og hálfa árið í ungbarnaeftirlit, algjör lúxus.
Ég ætla að skella í eitt rúgbrauð eða svo.
sayonara
Hún Bodil mín er að hætta að vinna og fer á eftirlaun eftir áramót. Ég sé mikið eftir henni, hún fylgdi mér með með Leó líka. Í Danmörku koma hjúkkur heim til manns 7 sinnum fyrsta eina og hálfa árið í ungbarnaeftirlit, algjör lúxus.
Ég ætla að skella í eitt rúgbrauð eða svo.
sayonara
Monday, December 14, 2009
jólajóla!
Við fundum þetta íðilfagra jólatré í gær hjá jólatrébóndanum. Ég fékk þetta ágæta flashback frá því þegar ég seldi jólatré fyrir hjálparsveitina, ég elska lyktina af greni. Bóndinn var með ýmislegt annað á boðstólum ,asnareiðtúra fyrir börnin, vöfflur og heitt kakó, snaps með jólatrébragði og síðast en ekki síst heitan bjór með rjóma. Hljómar ógeðslega,lagði ekki í að smakka. Danir eru dáldið skrýtnir stundum.
Svo bökuðum við Leó piparkökur af miklum móð og skárum út jólatré og engla og ég veit ekki hvað. Eitthvað klikkaði deigið hjá mér því að þetta rann allt saman í ofninum og varð að einni stórri piparköku en það er nú bragðið sem skiptir máli!
Olla,Stulli og Jóhanna komu í mat og svo var jólatréð skreytt frá toppi til táar.
Jólaandinn er sko mættur hér á bæ:)
Svo bökuðum við Leó piparkökur af miklum móð og skárum út jólatré og engla og ég veit ekki hvað. Eitthvað klikkaði deigið hjá mér því að þetta rann allt saman í ofninum og varð að einni stórri piparköku en það er nú bragðið sem skiptir máli!
Olla,Stulli og Jóhanna komu í mat og svo var jólatréð skreytt frá toppi til táar.
Jólaandinn er sko mættur hér á bæ:)
Friday, December 11, 2009
Im back!
Ég verð víst að fara að dusta rykið af þessu bloggi mínu, ég hef tendens til að taka langar bloggpásur þegar ég er ólétt og í fæðingarorlofi. Líklega af því að þá hef ég ekki frá svo miklu að segja sem hefur ekki með börnin mín að gera. Og ég man mjög vel eftir því hvað mér fannst annað fólk leiðinlegt sem talaði bara um börnin sín út í eitt(nota bene þá var þetta áður ég byrjaði á barneignum, núna skil ég það alveg:) En það les enginn þetta blogg lengur nema ömmurnar og Linda vinkona og ömmurnar eru alltaf til í fréttir af barnabörnunum(og Linda les bloggið mitt alveg sama hvað ég skrifa um, er það ekki!:)
Hér er allt í gúddí og það er kominn talsverður jólafílingur,Leó fékk í skóinn í fyrsta skipti ímorgun og þótti það mjög gaman. Hann fékk mandarínu,rúsínur og hnetur,og þótti mjög sniðugt að fá "breakfast in bed". Síðan er stefnt á piparkökubakstur á morgun og svo ætlum við að höggva niður jólatréð á sunnudaginn,svo verður skreytt um kvöldið. Minn heittelskaði er búinn að vera með magakveisu alla vikuna og er orðinn vel þreyttur á þessu.
Ég sá myndina Twilight um daginn og varð bara að gefa mér bækurnar í jólagjöf frá mér til mín. Ég fékk algjöra þráhyggju og kláraði 4 bækur á 3 dögum sem er nokkuð gott miðað við að ég gat bara lesið meðan drengirnir sváfu. Ég las svo hratt að ég fékk illt í augun,langt síðan ég tók svona rispu með að lesa. Ég mæli með þessum bókum, það er eitthvað við þær, maður verður bara að vita hvernig þetta endar og getur ekki hætt fyrr. En ég hef líka alltaf verið "sucker" fyrir góðum vampírubókmenntum.
Hér er allt í gúddí og það er kominn talsverður jólafílingur,Leó fékk í skóinn í fyrsta skipti ímorgun og þótti það mjög gaman. Hann fékk mandarínu,rúsínur og hnetur,og þótti mjög sniðugt að fá "breakfast in bed". Síðan er stefnt á piparkökubakstur á morgun og svo ætlum við að höggva niður jólatréð á sunnudaginn,svo verður skreytt um kvöldið. Minn heittelskaði er búinn að vera með magakveisu alla vikuna og er orðinn vel þreyttur á þessu.
Ég sá myndina Twilight um daginn og varð bara að gefa mér bækurnar í jólagjöf frá mér til mín. Ég fékk algjöra þráhyggju og kláraði 4 bækur á 3 dögum sem er nokkuð gott miðað við að ég gat bara lesið meðan drengirnir sváfu. Ég las svo hratt að ég fékk illt í augun,langt síðan ég tók svona rispu með að lesa. Ég mæli með þessum bókum, það er eitthvað við þær, maður verður bara að vita hvernig þetta endar og getur ekki hætt fyrr. En ég hef líka alltaf verið "sucker" fyrir góðum vampírubókmenntum.
Friday, December 04, 2009
Saturday, November 28, 2009
Saturday, October 10, 2009
Monday, August 31, 2009
Thursday, May 07, 2009
1/4 af matjurtagarðinum
Leó mús ældi í alla nótt, virðist vera að braggast núna reyndar. Þannig að við erum heima í dag. Danska sumarið hvarf um helgina og hefur ekki látið sjá sig síðan. Ég tapaði mér í gróðrarstöð í gær og keypti kryddjurtir í stórum stíl. Grænu puttarnir komu útúr skápnum eftir allt saman. Ég setti út á svalir í gær rósmarín, steinselju, salvíu, timian, myntu, sítrusjurt,rucola,graslauk og kínagraslauk. Ég nennti ekki að kaupa blóm, það þarf að vera hægt að éta þetta!
Monday, May 04, 2009
anniversaire!
Við hjónakornin eigum 4 ára brúðkaupsafmæli í dag og það er hvorki meira né minna en ávaxta og blómabrúðkaup. Og nota bene við mundum eftir því í dag eða þar að segja minn heittelskaði mundi það. Okkur hefur tekist að gleyma því síðastliðin 2 ár.
Við fjölskyldan skruppum til Mön um helgina í dagstúr og innblásturinn var svo mikill að við ákváðum að leggjast í útilegur í sumar. Þannig að nú þarf að fara að redda sér græjum. Verknámið gengur ágætlega en er mikið meira krefjandi en ég var búin að búast við. Áður en ég byrjaði þá var ég með firru í hausnum að ég gæti chillað í verknáminu ,komið heim úthvíld og lært lífeðlisfræði á kvöldin vegna þess að ég væri svo hress. Ekki alveg!! Sem betur fer klárast verknámið í næstu viku.
Við fjölskyldan skruppum til Mön um helgina í dagstúr og innblásturinn var svo mikill að við ákváðum að leggjast í útilegur í sumar. Þannig að nú þarf að fara að redda sér græjum. Verknámið gengur ágætlega en er mikið meira krefjandi en ég var búin að búast við. Áður en ég byrjaði þá var ég með firru í hausnum að ég gæti chillað í verknáminu ,komið heim úthvíld og lært lífeðlisfræði á kvöldin vegna þess að ég væri svo hress. Ekki alveg!! Sem betur fer klárast verknámið í næstu viku.
Saturday, April 25, 2009
hvítlaukur!
Byrjaði í verknámi í vikunni so no more school í heilan mánuð,sjálfsögðu verkefni en ekki heimavinna. Ég var mjög heppin og komst í verknám bara við hliðina á þar sem ég bý. Þetta er heimili fyrir unglinga frá 14-18 sem eru í vandræðum og geta ekki búið heima hjá sér lengur. Þetta er vægast sagt áhugavert en mjög erfitt samtímis, það er meira en að segja það að komast inn á gafl hjá þessum elskum. Sem er ekkert skrítið við miðað við hvernig þeirra bakgrunnur er. Ég er að vona að ég fái puttana í einhver af þeim í næstu viku. Starfsfólkið er frábært og hefur tekið mjög vel á móti mér.
Minn heittelskaði skrapp til Belgíu í gær á ráðstefnu og ég fékk mér au-pair yfir helgina. Tengdó Sigrún bauð sig fram í jobbið og er búin að standa sig eins og hetja, hún eldaði hvítlaukssúpu(bara 40 hvítlauksgeirar,jummí),geðveikt góð. Við erum vel varin fyrir vampírum og kvefpestum næsta mánuðinn.
Minn heittelskaði skrapp til Belgíu í gær á ráðstefnu og ég fékk mér au-pair yfir helgina. Tengdó Sigrún bauð sig fram í jobbið og er búin að standa sig eins og hetja, hún eldaði hvítlaukssúpu(bara 40 hvítlauksgeirar,jummí),geðveikt góð. Við erum vel varin fyrir vampírum og kvefpestum næsta mánuðinn.
Monday, April 13, 2009
Allt að gerast!
Ég og erfinginn erum nýkomin frá klakanum þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu. Við neituðum að fara heim fyrr en við höfðum étið þau út á gaddinn(og tókst nokkuð vel til).
Aðalslúðrið er að það er annar erfingi á leiðinni í október, okkur finnst sá fyrsti það vel heppnaður að við leggjum í annan. Og svo finnst okkur mikilvægt að vinna keppnina um hver kemur með flest barnabörnin.
Minn heittelskaði er hæstánægður í vinnunni sinni og það er svo mikil antikreppa hér á heimilinu að við skelltum okkur á glænýjan(næstum því)Skoda Fabia greenline combi. Minn heittelskaði keyrir um með sælubros á vör alla daga. Einnig var fjárfest í fartölvu svo að maður geti nú verið á netinu á dollunni og uppí sófa.
Ég er að slá í gegn í skólanum, fékk 12 í fæðingarfræðslunni og er núna löggildur fæðingarfræðslu og eftirfæðingarkennari. Vorið er mætt í Danaveldi og lífið er gott.
Aðalslúðrið er að það er annar erfingi á leiðinni í október, okkur finnst sá fyrsti það vel heppnaður að við leggjum í annan. Og svo finnst okkur mikilvægt að vinna keppnina um hver kemur með flest barnabörnin.
Minn heittelskaði er hæstánægður í vinnunni sinni og það er svo mikil antikreppa hér á heimilinu að við skelltum okkur á glænýjan(næstum því)Skoda Fabia greenline combi. Minn heittelskaði keyrir um með sælubros á vör alla daga. Einnig var fjárfest í fartölvu svo að maður geti nú verið á netinu á dollunni og uppí sófa.
Ég er að slá í gegn í skólanum, fékk 12 í fæðingarfræðslunni og er núna löggildur fæðingarfræðslu og eftirfæðingarkennari. Vorið er mætt í Danaveldi og lífið er gott.
Monday, February 16, 2009
þolinmæði hvað
Við eldamennskuna í gærkvöldi var tekinn stór feill á cayennepipar og paprikudufti, þetta fína lífræna spaghetti bolognese breyttist í mega sterkt chili con carne, gífurlegt svekkelsi. Mér fannst líka eitthvað skrýtin lykt af kjötsósunni en ég er með dáldið ringlað þefskyn vegna of mikillar horframleiðslu. Er ennþá með flensu, er á degi 11 og er að verða nett geðveik á því að vera heima hjá mér. Fór til læknis í gær ,vongóð um einhverja skyndilausn í pilluformi en nei! Var send heim og sagt að vera þolinmóð .GGGRRRRRRRRRR!!
Saturday, February 14, 2009
Bio sem annar terrorismi!
Hér á bæ hafa verið mega veikindi i tvær vikur, hann sonur minn fann einhverja ofurflensu á leikskólanum og tók með sér heim. Sem nota bene hann var fljótur að hrista af sér en móðir hans er ennþá nær dauða en lífi. Hver þarf miltisbrand eða eitthvað annað hvítt duft í umslögum þegar maður getur bara heimsótt næsta leikskóla! Verð að senda Obama póst og stinga upp á því að breyta Guantanamo í leikskóla, meira en nóg refsing þar!
Talandi um leikskóla þá er íslensk pólitík einmitt á því leveli, sérstaklega fráfarandi stjórn. Sjálfselskuflokkurinn nötrar af gremju yfir því vinir og frændur missi vinnuna og gerir Alþingi óstarfhæft með barnaskap og framíköllum. Dabbi 5 ára er búinn að læsa sig inní Seðlabankaturninum og ætlar sko ekki að gera það sem Jóhanna og þjóðin vill. Það hefði kannski virkað betur ef Jóhanna hefði boðið honum æviráðningu þá hefði hann sagt af sér med det samme. Þvermóðskan í kallinum, hann fattar ekki alveg að hans tími er kominn til að fara.
Svo er það Geir Harði í Hard Talk á BBC, þvílíkt vandræðalegt maður. Hann ætlar ekki viðurkenna að hann hafi gert neitt rangt og biðjast fyrirgefingar á neinu fyrr en opinberri rannsókn á málinu er lokið. Sem þýðir að hann veit alveg að hann klúðraði þessu en hann vill fyrst sjá hversu miklu þeir ná að sanna á hann áður en hann segir að hann sé sorrí. Óþarfi að segja fyrirgefðu fyrir meira en maður þarf!!!
Rosalega væri nú gaman ef pólitíkusarnir færu nú að gera eitthvað fyrir þjóðina í staðinn fyrir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér.
Talandi um leikskóla þá er íslensk pólitík einmitt á því leveli, sérstaklega fráfarandi stjórn. Sjálfselskuflokkurinn nötrar af gremju yfir því vinir og frændur missi vinnuna og gerir Alþingi óstarfhæft með barnaskap og framíköllum. Dabbi 5 ára er búinn að læsa sig inní Seðlabankaturninum og ætlar sko ekki að gera það sem Jóhanna og þjóðin vill. Það hefði kannski virkað betur ef Jóhanna hefði boðið honum æviráðningu þá hefði hann sagt af sér med det samme. Þvermóðskan í kallinum, hann fattar ekki alveg að hans tími er kominn til að fara.
Svo er það Geir Harði í Hard Talk á BBC, þvílíkt vandræðalegt maður. Hann ætlar ekki viðurkenna að hann hafi gert neitt rangt og biðjast fyrirgefingar á neinu fyrr en opinberri rannsókn á málinu er lokið. Sem þýðir að hann veit alveg að hann klúðraði þessu en hann vill fyrst sjá hversu miklu þeir ná að sanna á hann áður en hann segir að hann sé sorrí. Óþarfi að segja fyrirgefðu fyrir meira en maður þarf!!!
Rosalega væri nú gaman ef pólitíkusarnir færu nú að gera eitthvað fyrir þjóðina í staðinn fyrir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér.
Friday, February 06, 2009
Saturday, January 31, 2009
Wednesday, January 28, 2009
Velgengni
Success fjölskyldan.....
Búið aðlaga barnið, maðurinn kominn með nýja vinnnu og byrjar á mánudaginn, erum að kaupa bíl,antisportistinn ég náði leikfimikennaraprófinu í morgun .... Híhí´hí.
Þokkalega að meika það maður!!
Búið aðlaga barnið, maðurinn kominn með nýja vinnnu og byrjar á mánudaginn, erum að kaupa bíl,antisportistinn ég náði leikfimikennaraprófinu í morgun .... Híhí´hí.
Þokkalega að meika það maður!!
Tuesday, January 06, 2009
æl!!
Við erum mætt aftur til flata landsins, þetta byrjaði gæfulega hjá okkur. Minn heittelskaði braut lykilinn í skránni þannig að það þurfti að hringja í lásasmið. Við komumst inn í íbúðina á miðnætti og svo var skóli daginn eftir,not very nice. Þetta er bölvað fyrirhyggjuleysi að hafa ekki komið heim einum degi fyrr svo að maður næði að chilla aðeins heima hjá sér áður. Eitthvað fannst mér lendingin hörð í þetta skiptið í dönskum og skítköldum raunveruleika. Ég átti dáldið skrýtna ferð til klakans í þetta skiptið, var að farast úr föðurlandsást og aðdáun. Því meira krepputal, því heitari varð ég fyrir því að flytja heim. Þetta er eitthvað sadó/masó við þetta, einmitt þegar landið er komið á hausinn og ekki einu sinni Pólverjarnir nenna að búa þar lengur, þá langar mig af stað.
Fyrsta vikan hér er búin að líða í skólastressi og ælupestum. Erfinginn reið á vaðið og svo tók húsfreyjan við. Minn heittelskaði slapp að mestu en ákvað að taka meðvirknina á þetta og vera smá illt í maganum í tvo daga. Alltaf þegar ég fæ ælupest þá langar mig að hengja mig til að enda þjáninguna,I dont know why. Væri frekar til í að vera brotin á öllum en að æla í 12 tíma. Ég íhugaði líka um tíma ,að fæða barn er bara nice miðað við að vera ælandi stanslaust.
Erfinginn átti sinn fyrsta vinnudag í dag, hann skrapp á leikskólann í smástund og fílaði sig ágætlega. Greyið fattar ekki að nú er hann kominn ínn í kerfið og sleppur ekki út aftur fyrr en hann er útskrifaður úr menntó. Stofnunin virkaði eins og ágætis geymslustaður fyrir barnið mitt, fínn pædagog og allt það.
Ég gerði dáldið merkilegt í dag, fór á bókasafnið og lærði. Það var mjög hressandi, verð að gera þetta oftar. Ég hef tekið ákvörðun um að breyta nokkrum hlutum í mínu fari sem gera mér lífið frekar erfitt t.d skipulagsleysið. Ég byrjaði á að hreinsa inboxið hjá mér,núna eru 0 mails í inboxinu og þannig verður það. Ég er búin að gera framkvæmdarplan fyrir vikuna og hef framkvæmdafélaga sem ég hringi í tvisvar í viku. Ekkert rugl!!!
Fann þessa skemmtilegu kreppubloggsíðu um daginn.
Viva la revolucion!!
Fyrsta vikan hér er búin að líða í skólastressi og ælupestum. Erfinginn reið á vaðið og svo tók húsfreyjan við. Minn heittelskaði slapp að mestu en ákvað að taka meðvirknina á þetta og vera smá illt í maganum í tvo daga. Alltaf þegar ég fæ ælupest þá langar mig að hengja mig til að enda þjáninguna,I dont know why. Væri frekar til í að vera brotin á öllum en að æla í 12 tíma. Ég íhugaði líka um tíma ,að fæða barn er bara nice miðað við að vera ælandi stanslaust.
Erfinginn átti sinn fyrsta vinnudag í dag, hann skrapp á leikskólann í smástund og fílaði sig ágætlega. Greyið fattar ekki að nú er hann kominn ínn í kerfið og sleppur ekki út aftur fyrr en hann er útskrifaður úr menntó. Stofnunin virkaði eins og ágætis geymslustaður fyrir barnið mitt, fínn pædagog og allt það.
Ég gerði dáldið merkilegt í dag, fór á bókasafnið og lærði. Það var mjög hressandi, verð að gera þetta oftar. Ég hef tekið ákvörðun um að breyta nokkrum hlutum í mínu fari sem gera mér lífið frekar erfitt t.d skipulagsleysið. Ég byrjaði á að hreinsa inboxið hjá mér,núna eru 0 mails í inboxinu og þannig verður það. Ég er búin að gera framkvæmdarplan fyrir vikuna og hef framkvæmdafélaga sem ég hringi í tvisvar í viku. Ekkert rugl!!!
Fann þessa skemmtilegu kreppubloggsíðu um daginn.
Viva la revolucion!!
Subscribe to:
Posts (Atom)