Friday, December 11, 2009

Im back!

Ég verð víst að fara að dusta rykið af þessu bloggi mínu, ég hef tendens til að taka langar bloggpásur þegar ég er ólétt og í fæðingarorlofi. Líklega af því að þá hef ég ekki frá svo miklu að segja sem hefur ekki með börnin mín að gera. Og ég man mjög vel eftir því hvað mér fannst annað fólk leiðinlegt sem talaði bara um börnin sín út í eitt(nota bene þá var þetta áður ég byrjaði á barneignum, núna skil ég það alveg:) En það les enginn þetta blogg lengur nema ömmurnar og Linda vinkona og ömmurnar eru alltaf til í fréttir af barnabörnunum(og Linda les bloggið mitt alveg sama hvað ég skrifa um, er það ekki!:)
Hér er allt í gúddí og það er kominn talsverður jólafílingur,Leó fékk í skóinn í fyrsta skipti ímorgun og þótti það mjög gaman. Hann fékk mandarínu,rúsínur og hnetur,og þótti mjög sniðugt að fá "breakfast in bed". Síðan er stefnt á piparkökubakstur á morgun og svo ætlum við að höggva niður jólatréð á sunnudaginn,svo verður skreytt um kvöldið. Minn heittelskaði er búinn að vera með magakveisu alla vikuna og er orðinn vel þreyttur á þessu.
Ég sá myndina Twilight um daginn og varð bara að gefa mér bækurnar í jólagjöf frá mér til mín. Ég fékk algjöra þráhyggju og kláraði 4 bækur á 3 dögum sem er nokkuð gott miðað við að ég gat bara lesið meðan drengirnir sváfu. Ég las svo hratt að ég fékk illt í augun,langt síðan ég tók svona rispu með að lesa. Ég mæli með þessum bókum, það er eitthvað við þær, maður verður bara að vita hvernig þetta endar og getur ekki hætt fyrr. En ég hef líka alltaf verið "sucker" fyrir góðum vampírubókmenntum.

2 comments:

Linda Björk said...

hahaha jú það er rétt - ég les allt ;)

en hvað voru jólasveinarnir í Danmörku að þjófstarta? Jólasveinarnir koma hér í nótt...

En gaman að sjá að þú ert enn sjálfri þér líka að gleypa í þig bækur þrátt fyrir annríki með þrjá stráka ;)

jólaknús og kveðjur til ykkar.

p.s. gaman að heyra að þú sért að fara að dusta af blogginu - líst vel á það.

MA said...

Gott hjá þér elskan mín þó þú hafir fullyrt að ekki væri tími fyrir lestur.Gott að kominn er jólafílingur hjá ykkur við pabbi erum að komast í það líka förum að kaupa jólatré um helgina af fyrrum vinum þínum Björgunarsveitinni, hafið það gott um helgina.
kv og knús
Mamma
P.s. knúsaðu sérstaklega drengina þína alla