Monday, December 14, 2009

jólajóla!

Við fundum þetta íðilfagra jólatré í gær hjá jólatrébóndanum. Ég fékk þetta ágæta flashback frá því þegar ég seldi jólatré fyrir hjálparsveitina, ég elska lyktina af greni. Bóndinn var með ýmislegt annað á boðstólum ,asnareiðtúra fyrir börnin, vöfflur og heitt kakó, snaps með jólatrébragði og síðast en ekki síst heitan bjór með rjóma. Hljómar ógeðslega,lagði ekki í að smakka. Danir eru dáldið skrýtnir stundum.
Svo bökuðum við Leó piparkökur af miklum móð og skárum út jólatré og engla og ég veit ekki hvað. Eitthvað klikkaði deigið hjá mér því að þetta rann allt saman í ofninum og varð að einni stórri piparköku en það er nú bragðið sem skiptir máli!
Olla,Stulli og Jóhanna komu í mat og svo var jólatréð skreytt frá toppi til táar.
Jólaandinn er sko mættur hér á bæ:)

1 comment:

MA said...

Grenið er yndislegt var eimmitt að setja saman leiðisgreinar til að setja hjá afa þínum og ömmu í báðar ættir, en jólatréð fer ekki upp fyrr en á Þorlák.
kv og knús
Þín mamma