Tuesday, December 15, 2009

Þyngdaraukning

Ekki mín samt,sem er þó talsverð. Ofurhjúkkan Bodil kom í heimsókn í morgun til að mæla og vigta Jóhannes. Jóhannes fékk toppeinkunn og er 6.5 kíló og 62 cm,náttúrulega ekki við öðru að búast þegar um svona úrvalsgen er að ræða.
Hún Bodil mín er að hætta að vinna og fer á eftirlaun eftir áramót. Ég sé mikið eftir henni, hún fylgdi mér með með Leó líka. Í Danmörku koma hjúkkur heim til manns 7 sinnum fyrsta eina og hálfa árið í ungbarnaeftirlit, algjör lúxus.
Ég ætla að skella í eitt rúgbrauð eða svo.
sayonara

1 comment:

MA said...

Íslensku genin er ofurgóð gaman að hafa hitt hjúkkuna hjá þér hún var verulega hissa yfir hvað íslensk sem hálfíslensk börn þyngjast og dafna vel. Indislegt að heyra frá þér elskan mín.
kveðjur og knús
Mamman þín