Wednesday, December 23, 2009

Korter í jól!

Alt på plads eins og maður segir á góðri dönsku,svínið, konfektið og rauðkálið komið í hús. Ísskápurinn stútfullur af rjóma og hangikjöti sem á eftir að valda háum blóðþrýstingi og auknu kólesteróli langt fram á næsta ár. Akkuru ætli jólin snúist svona mikið um mat?
Ótrúlegt að það sé að koma 2010,djöfull er maður orðinn gamall:).

2 comments:

Linda Björk said...

Ásdís þó.... við eldumst ekki baun!

En gleðileg jól og hafið það gott um hátíðarnar.

Knús og kossar til ykkar

MA said...

Og var þetta ekki bara bráðgott á bragðið allt saman.
kv og knús
Mamman