Thursday, January 07, 2010

Allt er þegar femmt er!

Núna hefst undirbúningur fyrir fimmta flutninginn á jafnmörgum árum og er vonandi sá seinasti í þó nokkuð mörg ár. Við höfum fengið til leigu raðhús á Gálgabakka í Albertslundi og flytjum þann 17. jan. Slotið er 4 herbergja, 87 fm og með garði:) þannig að börnin komast á beit. Var að lesa húsreglurnar og ég má hafa hænsni og endur, hí hí. Það besta við þetta er að ég get gefið börnunum mínum "íslenskt" frelsi.
Þarf ekki að hafa áhyggjur að þeir lendi undir bíl eða þaðanaf verra þegar þeir fara út. Svo borðar allt hverfið saman einu sinni í viku, það er smá hippafílingur yfir þessu.
Jóhannes risi stækkar óðum og er kominn í hálfsárs fötin þriggja mánaða. Nokkuð gott hjá mínum. Svo er von á gestum aldrei þessu vant, Erna, Ósk og dætur koma til mín í lok mánaðar og svo kemur Guðmunda vinkona í mars. Gaman að geta boðið gestum upp á sérherbergi:)

2 comments:

MA said...

Þið ættuð að vera orðin vön og hristið þetta fram úr erminni ef ég þekki ykkur rétt. Gangi ykkur vel.
kv og knús
Mamman

Linda Björk said...

úfff púfff - svei mér þá held að þú sért búin að slá mig út í flutningum ;)
en nafnið hljómar ekki vel Gálgabakki..... hmm.. hehe

En gangi ykkur vel