Monday, February 16, 2009

þolinmæði hvað

Við eldamennskuna í gærkvöldi var tekinn stór feill á cayennepipar og paprikudufti, þetta fína lífræna spaghetti bolognese breyttist í mega sterkt chili con carne, gífurlegt svekkelsi. Mér fannst líka eitthvað skrýtin lykt af kjötsósunni en ég er með dáldið ringlað þefskyn vegna of mikillar horframleiðslu. Er ennþá með flensu, er á degi 11 og er að verða nett geðveik á því að vera heima hjá mér. Fór til læknis í gær ,vongóð um einhverja skyndilausn í pilluformi en nei! Var send heim og sagt að vera þolinmóð .GGGRRRRRRRRRR!!

4 comments:

Anonymous said...

ekki vissi ég af þessari leið bara krydda úr sér flensuna man það ef??ætla að kaupa chillí pipar næst hafið það sem allra best hveðja Erna1

Anonymous said...

caynne chillí ok sterkt eða hvað???

Anonymous said...

Já það er ekki gaman að láta flensu kýla sig kalda þetta hefst á endanum með hækkandi sól elskan.
kv Mamman

Linda Björk said...

til hamingju með kallinn - þú skilar kannski kveðju til hans :)

Linda