Ég er farin að fíla þetta bara ágætlega, ég er mikið rólegri án imbans. Og mér finnst ég ekki vera að missa af nokkrum sköpuðum hlut. Ég hlusta á tónlist og dunda mér hérna heima fyrir. Eldhúsið er alveg brjálæðislega snyrtilegt þannig að þetta er ekkert nema jákvætt. Ég áorka miklu meira svona, kannski ætti ég að henda sjónvarpinu áður en maðurinn minn elskulegur kemur heim á sunnudaginn. En ég held að hann yrði helvíti fúll þannig að ég sleppi því. En ég get kannski valdið lúmskum skemmdarverkum sem er ekki hægt að rekja til mín. Hmmm!
Við byrjuðum aðra önn í skólanum í dag og það reyndi dáldið á. En það er samt gott að komast í eðlilega stundatöflu aftur. Lífið er gott
Monday, February 19, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sæl elskan mín
mikið er gaman að lesa bloggið þitt þú ert greinilega í fínu formi og líður vel.
Elska þið alltaf
Þín stranga og fallega Mamma
Post a Comment