Tuesday, February 20, 2007

5.án TV

Það er allt að vera vitlaust,það er "snestorm" á leiðinni. Það verður spennandi hvort það verður eitthvað almennilegt úr þessu, stormur hérna er yfirleitt létt íslensk snjókoma . En það þýðir þá að ég verð að taka lest á morgun, scooterinn er ekki sá besti í snjó nebnilega.
Ég var á kvöldvakt í kvöld, ég keyrði ein í kvöld þannig að ég var með hugleiðsluspólurnar mínar í tækinu, ég og guð krúsuðum um stræti Rødovre og vorum góð við gamla fólkið. Vel af sér vikið!
Ég er búin að vinna frækinn sigur á sjónvarpsfíkninni og telst hér með vera læknuð, pældi ekki einu sinni í því að horfa á imbann í dag. Smá fráhald reddaði þessu!

1 comment:

Linda Björk said...

er stolt af þér :) best af öllu við þetta er að það er komið meira blogg. Go Ásdís

hmm... kannski maður ætti bara að taka þetta upp - reyndar horfi ég svoldið á sjónvarp í vinnunni á kvöldin...alltaf t.d. horft á fréttir!

hmm... geymi þetta aðeins!