Friday, February 16, 2007

Operation TV

Ég hef tekið þá ákvörðun að kveikja ekki á sjónvarpinu í viku frá og með deginum í dag. Mig langar að gera tilraun og sjá hversu mikil áhrif sjónvarpið hefur á mína framkvæmdagleði heimafyrir og annars staðar. Ég er komin með þann leiðinlega vana að kveikja á sjónvarpinu þegar ég kem heim og horfi á ER og Gilmore girls frá 2001, jafnvel þó að ég sé búin að sjá þættina, það vottar fyrir sinaskeiðabólgu í hægri úlnlið vegna of tíðra stöðvaskipta(helv..auglýsingar). Við hjónin eru líka farin að borða alltof oft fyrir framan imbann sem er bara mjög hallærislegt og eyðum kvöldunum oft í sitthvoru herberginu,í tölvunni eða imbanum eða bæði fyrir framan imbann.
Með þessari tilraun langar mig að reyna að fá svar við þessum spurningum!
1.Verður heimilið snyrtilegra? Kem ég meiru í verk?
2.Reyni ég að fixa mig í gegnum tölvuna í staðinn?
3.Hefur imbinn yfirhöfuð jákvæð áhrif á mitt líf?
Minn heittelskaði fer í skíðaferð á sunnudag og verður burtu í viku þannig að þetta er frábært tækifæri til að finna út úr þessu. Ég mun gefa skýrslu daglega.

1 comment:

Linda Björk said...

Líst vel á þessa framkvæmd þína - finnst þetta stórsniðugt hjá þér og ætti að fara eftir þessu en..... mánudags- og fimmtudagskvöldin eru bara svo rosalega góð.....

Mundi missa af lost, heroes, CSI, desperate housewives og house

en þyrfti svo sannarlega að prófa sjónvarpsleysi í viku. Ég meina var sjónvarpslaus mestmegnis í ferðalaginu mínu og leið bara stórvel :)