Tuesday, February 13, 2007

Minni

Ég upplifði dáldið merkilegt um daginn, ég var að keyra heim eftir fund og gleymdi að ég bý í Danmörku. Leiðin sem ég keyrði heim var orðin svo kunnugleg að ég gleymdi að ég er útlendingur. Sem þýðir að ég er orðin ágætlega "integreruð", ég er líka búin að taka eftir því undanfarið að ég pirra mig mjög takmarkað yfir "baununum" þessa dagana.
Mér finnst magnað líka hvað veður,hiti,kuldi,raki,ákveðin birta getur triggerað minningar frá Íslandi. Ég var að keyra meðfram Søerne í talsverðu roki á dönskum mælikvarða og fékk svona flashback minningu. Ég var að veiða í Þingvallarvatni með familíunni með vindinn í fangið að sjálfsögðu(það er einhvernveginn alltaf þannig við Þingvallavatn). Ég veit ekki hvað ég var gömul en þarna voru rækju og laxasalatssamlokurnar hennar mömmu í rauða nestisboxinu, mosinn, græna slímið í vatninu, heiðarsóleyjarnar og pabbi í vöðlunum að sjálfsögðu(hann þurfti að kasta fyrir mann af því að það er vita vonlaust að koma flotinu út öðruvísi. Og þetta var ekki bara minning, ég upplifði tilfinninguna að vera þarna. Ég fékk aðra svona þegar það var frost um daginn og ég ferðaðist bókstaflega aftur í tímann þar sem ég var að ganga á Eiríksjökul. Ef ég gæti bara munað allt sem ég raunverulega man og stjórnað því hvenær ég vil muna það! Ég sit á lager af frábærum upplifunum sem ég hef ekki meðvitaðan aðgang að sem er eiginlega dáldið fúlt.

No comments: