Ég er búin að vera í afmæli í allan dag sem var mjög huggulegt, Ingó mágur átti 15 ára afmæli í dag. Sólin skein í heiði í Köben og skartaði sínu fegursta, ég elska köben á svona dögum,allar þessar flottu marglitu byggingar og æðisleg tré! Það er kominn vorfílingur í mig,túlípanarnir eru komnir í búðirnar og páskaliljurnar eru á leiðinni.
Sjónvarpslausa lífið gengur bara ágætlega en ég þurfti að taka mig taki til að kveikja ekki á imbanum meðan ég var að borða. Þá finnst mér ég langt sokkin af því að það er ekkert meira "white trash" en að horfa á sjónvarpið og skófla í sig kvöldmatnum á sófanum. Svona er ég orðin ,þrátt fyrir strangt og fallegt uppeldi,þar sem mikil áhersla var lögð að fólk talaði saman yfir kvöldmatnum í staðinn fyrir að horfa á sjónvarpið. Kvöldmaturinn var heilagur og ekki einu sinni fréttir fengu náð fyrir augum móður minnar.
Sigrún tengdamamma er í Danmörkinni þessa dagana og ég verð að deila með ykkur gullkorni sem hún lét út úr sér í dag. "Ef maður hristir hann oftar en þrisvar þá er það rúnk" Þá vitið þið það ,drengir!
Sunday, February 18, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
ég er svo mikið white trash :( - borða alltaf fyrir framan sjónvarpið. Það er að segja ef ég er heima og ein sem er undantekningalaust alltaf. Hef því engan heldur að tala við nema sjónvarpið.
kv. Linda white trash
Post a Comment