Friday, February 16, 2007
1. í sjónvarpsleysi
So far,so good! Ég hef verið dáldið eirðarlaus af því að föstudagskvöld hefur verið pottþétt sjónvarpskvöld.Ég hef dundað mér við að þrífa íbúðina,brotið saman þvott og hringt í múttu! Hef meira að segja tekið til á skrifborðinu(það veitti nú ekki af). En ég fæ svona sjónvarpslöngun á 10 mín fresti,um leið og ég nálgast sófann þá teygi ég mig ósjálfrátt í fjarstýringuna. Hausnum á mér finnst greinilega gífurlega huggulegt að horfa á imbann og skilur ekki alveg í mér að gera það ekki. Þetta er mun sterkari vani en ég hélt!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
HÆ
ef eirðarleysi hefur í för með sér tiltekt og hringja í múttu þá er það gott
knús og kossar
MA
anytime
Post a Comment