Gleðilegt árið öllsömul og ég vona að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar. Ég er ennþá að jafna mig eftir ofátið og fer á detox/grænmetisfæði í janúar svona til að sjokka líkamann ennþá meira. Ég hef verið að kíkja á árið sem leið og þar stendur uppúr íbúðarkaup, byrja í skóla og flutt þrisvar yfir árið(sem var ekki gaman en hefur þau frábæru áhrif að ég er búin að henda öllu sem ég get lifað án). Ekkert clutter á mínu heimili sko!
Svo galdraði minn heittelskaði nýtt eldhús fram úr vinstri erminni þannig að hann vinnur eiginmannsverðlaunin í ár. Það var æðislegt að koma á klakann í smá hvíld, það er líka mjög gott að fá smá fjarlægð á lífið úti og sjá hvernig ég get gert hlutina betur. Ég er búin að skrifa ásetningana fyrir þetta ár og ætla að einfalda hvernig ég geri hlutina. Ég stefni að hafa nógan tíma þetta árið til að gera það sem skiptir máli og það snýst bara um mitt viðhorf og líka að njóta lífsins meira. Ég er að gera mjög skemmtilega og spennandi hluti og engin ástæða til að njóta þess ekki meira en ég hef gert. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu ári, þetta kemur til með að verða æðislegt. Ég var á búddafundi í kvöld sem var algjört æði,þetta gefur svakalegt power. En talandi um ásetninga, ég fann ásetningana frá því í fyrra og ég gerði ekki rassgat í þeim á árinu, ég gerði helling af öðrum góðum hlutum en ekki það sem ég setti mér. Það er greinilega satt að ef maður segir frá ásetningunum þá gerir maður það ekki(það er allavegana mín afsökun). Þannig að ásetningar 2007 fara ekki á netið í ár.
Við fljúgum til Baunalandsins á fimmtudaginn og ég er farin að hlakka til, ég get ekki beðið eftir að byrja í skólanum á föstudag. Núna er ég úthvíld og klár í slaginn aftur
Tuesday, January 02, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Gleðilegt ár ásdis min og góða ferð til danmerkur ;) kær kv
Gunna (hennar odnyjar)
Jeg kan nu godt finde en kasse eller to med ting og sager som JEG synes min kære kone kan leve uden.....Men godt at havde gamle ting i kasser i kælderen !!!! og i lejligheden !!!/&¤%/&¤%/&
Post a Comment