Friday, January 26, 2007

Leyndarmál lífsins

Þá er kominn vetur í Baunalandinu því miður! Ég hafði vonast eftir að sleppa þetta árið en það varð svo ekki raunin. Að keyra um á scooter er orðið gífurlega líkamlega óþægilegt, ég fæ kalsár eftir hálftíma ferð svo að það þarf að vera þess virkilega virði til að ég hreyfi mig út úr húsi. Talandi um húsið, þá eru danskar íbúðir ekki þær hlýjustu í heimi og ég geng hérna um þrælvafin í ullarteppi og ullarinniskó(ég kyrjaði í fingravettlingum í gær!). Það eina sem reddar þessu er full body size hitateppið sem ég fékk í jólagjöf frá tengdó. Ég set það undir sængina svona klst áður en ég fer að sofa og svo skríð ég undir heita sæng,æðislegt! Þetta er dáldið skrýtið með Dani afhverju þeir geta ekki fundið útúr því að einangra útveggi og gera þétt þök. Svo þegar ég hef spurt þá um þetta,þá horfa þeir á mig í forundran og segja að húsið þurfi að anda og rakinn þurfi að komast út! Afhverju þurfa hús á íslandi ekki að anda! Mér þætti vænt um að fá útskýringu frá einhverjum håndværker þarna úti.
Danmörkin er mjög ljúf á marga vegu en það er mjög fúlt að frjósa 3-4 mánuði á ári. En sumrin eru hins vegar algjört æði þannig að þetta jafnast einhvernveginn út
Minn heittelskaði er búinn að fá sér nýja vinnu, hann er að fara að vinna í öðrum klúbb og hluti af jobbinu er að passa hesta og smíða kofa. Þannig að bóndinn ætti að njóta sín þar.
Ég horfði á The Secret um daginn og hún var alveg geggjuð! Ef þig langar að vita hvað lífið snýst um þá horfðu á hana. Hún finnst á www.thesecret.tv eða þú getur downloaded henni einhversstaðar(ekki það að ég styðji svoleiðis óheiðarleika:).

3 comments:

Anonymous said...

mér finnst þetta skrítin útskýring, ég hef aldrei heyrt um önnur hús en hér í DK sem er svona mikill raki og svampur í.

hef séð úr the secret, þetta meikar svo ótrúlega sens.

Anonymous said...

ooohhh, ég hefði sannarlega þurft svona hitateppi alla þessa vetur í baunaveldi...reyndar líka núna...ég er KULDASKRÆFA og á alltaf erfitt með að hita sængina mína. Gott hvað Einar er góður við mig, svo þegar hann er kominn upp í um leið og ég þá skiptir hann stundum við mig um sæng þegar hann er búinn að hlýja sína ;)

Linda Björk said...

lumar þú ekki á fleirum leyndarmálum lífsins sem þú getur deilt með okkur :)

bestu kveðjur frá "þreyttum" mastersnema ;)

knús og kossar