Monday, January 08, 2007

brumm

Það gengur eitthvað illa að snúa sólarhringnum við eftir jólin, að vakna fyrir 12 er bara eins að sé verið að murka úr mér líftóruna. En á morgun er engin miskunn, þá þarf ég að mæta kl.9 í skólann.
Ég fékk góðar fréttir eftir að við komum heim, tryggingarfélagið ætlar að gefa mér nýjan scooter afþví að hinn er ónýtur og almættið gaf mér tvöföld laun þennan mánuðinn þannig að ég get ekki kvartað. Minn heittelskaði fann nýjan scooter handa mér á netinu og keypti hann í gær. Sá nýji er mikið kraftmeiri en sá gamli þannig að slysahættan eykst til muna. Brumm brumm! Ég hendi inn mynd við tækifæri, ég hef tekið eftir að fólk upplifir okkur hálf geðveik að vera ferðast á þessu en þetta er þvílíkt gaman. Við fengum alveg frábæra hugmynd í gær, minn heittelskaði hafði heyrt af manni sem hafði keyrt til Parísar á 7 dögum á scooter. Við ætlum að taka roadtrip eitt sumarið um Evrópu í mánuð og sjá hvað við náum langt. Við getum ekki keyrt hraðar en 60 og megum ekki keyra á hraðbraut þannig að við tökum það mjög rólega. Guð hvað þetta verður rómantískt,ég sé þetta fyrir mér í hyllingum,keyrandi um í franskri sveitasælu og stoppandi í lunch á local veitingastaðnum. En ég held að við byrjum á því að fara til Mön eða Bornholm(danskar eyjur) og sjá hvernig gengur. Ég skammast mín eiginlega dáldið,ég er búin að vera hérna í eitt og hálft ár og hef ekki ennþá náð að komast útúr Sjálandi.
Í Danmörkinni er ylvolgt og dejligt, 10 stiga hiti uppá hvern einasta dag, svona á vetur að vera!

No comments: