Wednesday, January 17, 2007

Lífið er frekar notalegt þessa dagana, það er frí í skólanum í dag. Við erum að vinna í ævisögunni þessa dagana og erum að kíkja á systkinatengsl sem er mjög áhugavert. Ég er reyndar búin að uppgötva að systkinatengsl eru í rauninni jafn mikilvæg og foreldratengsl. Það hefur gífurleg áhrif hvar maður er í systkinaröðinni. Mér líður eins og ég sé ókeypis hjá sálfræðingi þegar ég er í skólanum(sem er ekkert nema sniðugt).
Sem fyrrum fjárhagslegur fáviti í bata þá finnst mér fjármál gífurlega heillandi og ég fann þessa grein um daginn.
http://articles.moneycentral.msn.com/SavingandDebt/LearnToBudget/ASimplerWayToSaveThe60Solution.aspx?wa=wsignin1.0
Hún fjallar um okkur launaseðilsþrælanna sem náum aldrei að leggja neitt fyrir og erum því alltaf háð næstu mánaðarmótum. Ég hef ekki náð svo langt ennþá að eiga varasjóð en ég stefni á það.

1 comment:

jóna björg said...

Hæhæ, long time no..

Ég ætla að lesa þessa grein þegar ég kem heim úr vinnu, en ég hef mikin áhuga á öllu svona, að verða ekki þræll launa, banka osfr.

Min mesti ótti í samb. við peninga er að flytja til íslands og verða þræll. Vinna vinna vinna fyrir húsinu og bílnum og öllu hinu sem maður þarf ekki á að halda, svo fær maður launahækkun og útgjöldin verða bara fleiri þannig að maður er alltaf í sömu stöðu = enginn afgangur, ekkert svigrúm. Brr.

Ég þigg vel góð ráð :)