Friday, December 22, 2006

Homebase

Þá er ég lent hjá mömmu í jólasæluna. Ég er búin að eiga dáldið viðburðarríka viku. Afar kurteis maður gerði heiðarlega tilraun til að bakka yfir mig á þriðjudaginn. Hann náði reyndar bara scooternum og skemmdi hann dáldið. Minn heittelskaði varð gífurlega glaður(ekki misskilja samt, hann varð ekkert glaður yfir að fólk reyni að keyra yfir mig, það verður fyrst eftir að hann er búinn að líftryggja mig:) og vonast eftir að fá nýjan scooter handa mér útúr tryggingunum. Ég kíkti á Vagn afa á miðvikudag og fékk kaffi, svo var julefrokost í skólanum og tjúttaði fram eftir nóttu. Klakinn tók á móti mér með milljón metrum á sekúndu,við áttum þá verstu lendingu sem við höfum upplifað, vélin hrundi niður á flugbrautina. En ég skildi það alveg svosum þegar ég sá veðrið, við vorum heppin að það var yfirhöfuð hægt að lenda, við hefðum getað lent á Egilstöðum. Ég át á mig gat á jólahlaðborðinu í Perlunni á fimmtudaginn, þvílíkt og annað eins gúmmelaði, dádýrasteikin var algjört æði. Ég hef ekki verið með gemsann í lagi síðastliðna tvo daga og hef notið þess í botn að taka frí frá honum. Fólk hefur reyndar bent mér á að ég þurfi nú ekki að hafa kveikt á gemsanum núna þegar hann er kominn í lag en ég er fíkill og er algjörlega um megn að hafa ekki kveikt á gemsanum. Ég er með 693-0444.
Það komust ekki út jólakort þetta árið vegna aumingjaskapar og leti. Gleðileg jól og farsælt komandi ár til ykkar allra og ekki vera að fara á einhvern bömmer yfir þessu. Við elskum ykkur ennþá þó að við sendum ykkur ekki jólakort. Knús á línuna

2 comments:

Anonymous said...

Gott að vita til þess að þú ert komin heil á höldnu :)

Hafðu gleðileg jól og hlakka til að sjá þig þann 29. des ef ekki fyrr.

kveðja
Linda Björk

Anonymous said...

http://funposts.blogspot.com/2006/12/difficult-way-to-buddha-temple-in.html

Þú þarft að kíkja þarna og kyrja á nýju ári Ásdís