Monday, October 30, 2006

Rass

Síðasti föstudagur var mjög interessant í skólanum. Ég fékk að pota í rassvöðvana á öðru fólki og það var potað í rassvöðvana á mér. Rass er vanmetið fyrirbæri, þetta var hið áhugaverðasta mál. Svo fengum við jiu jitsu kennslu í hádeginu og þar kenndi jiu jitsu gúrú bekkjarins okkur fantabrögð sem var ógeðslega gaman. Núna hálfvorkenni ég þeim sem mæta mér í dimmu sundi.
Operation "Eldhúsendurnýjun" gengur vel, við fengum rafvirkja um helgina sem fór hamförum upp um alla veggi og við náðum að ryðja gamla eldhúsinu út á ruslahaug. Ég er svo fegin að losna við þetta eldhús út úr íbúðinni, það var svo greasy og ógeðslegt. Maður gat fundið steikingarlyktina af frikadellum og fiskefiletum 30 ár aftur í tímann, ojbara!

5 comments:

Anonymous said...

Hæ elskan
Skíðaskálinn er hættur um það leyti sem þið eruð hér en Perlan er opin svo það verður aðeins breyting Perlan 21.12.06 láttu Sigrúnu vita.
Sjáumst
Rass hvað
kv MA

Anonymous said...

hæ hæ ásdis mín bara kvitta fyrir komuna .ég kykki öðru hverju á siðuna þína .gangi ykkur vél með endurnyja íbúðina .ég er viss um að þetta verður flott hjá ykkur :)

kær kv Gunna frænka

Anonymous said...

Hæ elskan mín
hvernig væri að skrifa eitthvað erum á fullu að undirbúa komu dætrana + maka um Jólin gera klárt og pláss fyrir allar "hvað er að frétta"
kv. og knús
MA

Anonymous said...

Kva, ekkert að frétta? Ertu alveg heilluð af rassapotinu?
Kemurðu um jólin, þá fáum við smá trítment?
Kveðjur frá Töflutröllunum
HG og EWS

Ásdís said...

Elsku töflutröll
Þið eruð nú svo afslappaðir og hafið svo lítið að gera dags daglega að það verður varla þörf á því. Og svo neita ég algjörlega að pota í rassinn á ykkur!
knús
Ásdís
P.s Mér finnst að þið ættuð að taka ykkur saman í andlitinu og fara að blogga svo að ég geti fylgst með