Tuesday, November 14, 2006

E-efni

Ég er að sjá fyrir endann á eldhús vitleysunni. Það verður hægt að vaska upp og jafnvel elda mat um helgina, jibbí! Uppþvottavélin kom í gær þannig að nú hefst nýtt tímabil í hjónabandinu. Hér eftir verður ekki hægt að rífast um hver á að vaska upp! Við erum búin að vera eldhúslaus núna í 3 vikur og erum búin að lifa á frönskum, pizzum og öðrum tilbúnum réttum. Maginn á mér er farinn í verkfall og vill fara á hráfæði. Hann er búinn að fá fleiri E-efni síðastliðnar 3 vikur en síðustu 3 ár. Það kom mér ótrúlega á óvart þegar ég var að versla allt junkfoodið hvað það er ódýrt. Það er t.d hægt að fá hálft kíló af frönskum fyrir 70 kall ísl. og pizzu fyrir 100 kall. Það er hægt að verða alveg ótrúlega feitur fyrir engan pening. Það er kannski þessvegna að Danir eru að hrynja niður úr offitu, þeir eru of nískir til að gera annað.
Minn heittelskaði er með flensu og hálsbólgu þessa dagana en ég held að þetta sé E-efna eitrun.
Nýja eldhúsið er rosalega fallegt, það var sett borðplata á í gær og sagað fyrir vaskinum. Svo kemur píparinn á morgun þannig að það ætti að vera hægt að vera þarna inni í næstu viku. Myndirnar koma seinna, myndavélin er í viðgerð
sayonara

2 comments:

Anonymous said...

af reynslu veit ég að það getur reynst þrautinni þyngra að taka úr uppþvottavélinni...amk eru allir hér mjög fegnir að sleppa við það...

Anonymous said...

Til hamingju með eldhúsið láttu endilega setja upp efri skápana ef búið er að kaupa þá, maður á nefnilega meira af "dóti" en maður heldur svo er nú Jól framundan og hver veit nema þið fáið eitthvað nýtt til að setja í efri skápana.
Take it from a pro maður hefur "aldrei" nóg af skápum
knús MA