Monday, November 27, 2006

Bond

Ég er bara helvíti ánægð með nýja Bondarann, þetta var eiginlega sú besta Bond mynd sem ég hef séð lengi. Það var mikið að þeir gerðu mynd eftir bókinni, yfirleitt hafa þeir stolið titlinum og skáldað svo í eyðurnar. Í þessari þá náðu þeir að fylgja söguþræðinum nokkurn veginn, ég er einlægur Fleming aðdáandi og á allar Bond bækurnar og það er nú þrátt fyrir að Fleming hafi verið argasta karlremba og kvenfyrirlítari. Bondinn í þessari mynd er líka grófari og meira rough týpa en áður hefur sést og það er hann nefnilega í bókunum. Og svo spillir ekki að nýji bondinn er búinn að vera MIKIÐ í ræktinni og er alveg hellings ber að ofan í myndinni. Þannig að það er eitthvað fyrir alla.
By the way þá er ég komin með nýtt heimanúmer fyrir löngu síðan 58590044

3 comments:

Linda Björk said...

hurru kallinn bara að standa sig betur í myndbirtingu :)

leist vel á þetta hjá ykkur - sá reyndar að þið eruð komin með uppvaskara í stað mín.

Kannski ekki skrýtið - væri orðin vænn stafli ef þið væruð enn að bíða eftir mér ;)

knús

Anonymous said...

Sæl elskan mín
Einhverjar óskir með jólamatinn
ELÓ svaraði strax með hugmyndir og Anders vildi sitt hvað með þig ??
Er að skoða stíft bakkelsi á hvíts sykurs og hveitis. Vantar tilfinnalega jólagjafalista Erna er búin að senda sinn.
knús og kossar hlakka til að sjá ykkur
MA

Anonymous said...

Bondinn er bara flottur Sean Connery hvað???