Wednesday, November 22, 2006

Malmú!

Skrapp til útlanda um helgina og heimsótti nágrannaþjóðina. Malmö var alveg jafn hugguleg og síðast og kaffið var alveg jafn gott og seinast. Ég næ þessu ekki með kaffið, hvað eru Svíar að gera við kaffið þarna hinum megin við sundið? Ég hreinlega uppljómaðist yfir cafe latteinu mínu það var svo gott. Ég opna kannski bara sænskt kaffihús hérna og verð geðveikt rík.
Ég átti bágt með mig og þurfti að halda fast í budduna. Þarna gat maður eytt alveg helling af pening í jólapunt og dót fyrir heimilið. En ég stóðst þrekraunina og hélt mig við budgettið(en ég keypti diskamottur, gat ekki annað).
Eldhúsið gengur vel, dúkurinn fer á í dag og þá kemur næsta projekt á dagskrá, að gera skrifstofuna mönnum bjóðandi. Og svo ætlum við að halda housewarming þann 9. des svo við getum montað okkur af nýja eldhúsinu.

2 comments:

Anonymous said...

til hamingju með eldhúsið meinaru að heimskt sé heimaalið kaffi eða þannig gott að það sér fyrir endann á þessu, hvernig gengur í skólanum ??
knús
MA

Anonymous said...

hæ snúlla,
Hvenær kemur þú svo til landsins?
Hlakka til að sjá þig.

Knús, Anna Sigga