Áfram með forfeðrapælingar!
Hann ,Ólafur afi missti mömmu sína 1 árs gamall og var settur á sveitina og var síðan komið fyrir á hinum og þessum bæjum sem áttu ekki nógu mörg börn til að þræla út. Hann fékk takmarkaðan kærleik, barinn reglulega og lítið sem ekkert að borða. Samkvæmt öllum viðurkenndum uppeldis og sálfræðibókum miðað við þetta uppeldi(eða miseldi) þá hefði Ólafur afi átt að vera argasti psykopati eða að minnsta kosti alki. En nei, Ólafur afi var góður kall sem kom með flugelda handa barnabörnunum á gamlárskvöld og forðaði þeim frá því að borða augun,eyrun og alla aukahúðina(sem enginn vill) á sviðunum. Geri aðrir betur! En kannski vorum við systurnar of vel aldar , ef við hefðum verið sveltar dáldið þá hefðum við étið eyrun með bestu lyst.
Thursday, October 19, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég á líka svona afa, sem var ættleiddur á næsta bæ og var þrælað út og fékk lítið að borða. Hann hefur alltaf haft mikla áhyggjur af því að börn og barnabörn fái ekki nóg að borða og er hinn blíðasti og besti afi sem aldrei hefur drukkið. Ég velti fyrir mér hvort ég hafði það bara ekki of gott, eða ekki nógu slæmt? hmm
Post a Comment