Jæja, þá er að taka sig saman í andlitinu og fara að blogga aftur. Ég fór á menningarnótt í gær, við hjónin byrjuðum á nútímalist frá Miðausturlöndum, það var mjög boring, of nútímalegt fyrir minn smekk. Svo fórum við á kirkjutónleika með renaissancetónlist og það var einfaldlega himneskt, gæsahúð,hrollur og allur pakkinn. Og tónleikarnir voru í uppáhaldskirkjunni minni, Marmor kirke, það er mjög sérstök stemming að vera þar inni, ég hef á tilfinningunni að Guð komi oftar við þar en í öðrum kirkjum. Svo kom röðin að gospeltónleikum í annarri kirkju, og mér fannst það bölvaður hávaði eftir hina tónleikana en minn heittelskaði halelújaði sig alveg í tætlur. Ég gafst upp og fór á kaffihús með Betu systur á meðan halelújahávaðinn var að klárast.
Skólinn er alveg frábær, ég náði loksins einhverri yfirsýn yfir þetta allt saman í vikunni. Einnig fékk ég tækifæri sem 1.árs nemandi að eyðileggja nokkur börn í síðustu viku. Við fórum að kenna 11 ára gömlum grislingum um líkamann og þau bíða þess örugglega aldrei bætur(svona er þetta að senda fólk út sem er búið að vera 1 mánuð í námi út að gera eitthvað). En þetta reddast örugglega fyrir þau ef þau taka rispu hjá sjúkraþjálfara og sálfræðingi í nokkur ár.
Saturday, October 14, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ frænku beyb gott að sjá frá þér aftur þetta er orðið að nauðsin að lesa fra þér sakkna þegar ekkert er bestu kveðjur Erna1
Post a Comment