Ummm! Vi fengum lífræna kassann okkar í dag, við erum í áskrift af lífrænu grænmeti og ávöxtum hálfsmánaðarlega og það er algjör sæla þegar hann kemur í hús. Það var salat, gúrkur, tómatar, sítrónur,aspas, radísur, kartöflur, kál og timian í dag.Það er nefnilega þvílíkur bragð og gæðamunur á lífrænu og ólífrænu, ég hefði aldrei trúað því. Þetta er einn af stóru plúsunum við Danmörkina, það er hægt að fá lífrænt á skikkanlegu verði og meira segja í lágvöruverslunum.
Ég ætla að þusa aðeins, ég las nefnilega í blaðinu um daginn að pædagogar (leikskólakennarar) eigi að kenna börnum að hætta að blóta. Ljótt orðbragð í leikskólum er víst orðið að stórvandamáli. Mér finnst að þetta sé ábyrgð foreldranna, í fréttinni hefði átt að standa að foreldrar verði að hætta að segja helvítis,fokk og shit heima hjá sér svo börnin endurtaki það ekki í leikskólanum. Í vikunni þar áður var önnur frétt um að innflytjendabörn séu ekki nógu góð í dönsku og leikskólinn átti að græja það líka. Hvaða rugl er þetta, eiga foreldrar ekki að taka ábyrgð! Þetta finnst mér ekki sérstakt danskt fyrirbæri, þetta er líka á Íslandi. Þegar barninu gengur illa í grunnskóla þá á kennarinn að taka ábyrgð á því og græja þetta. Ég hálfvorkenni þessum stéttum sem eiga bara að "græja" þetta fyrir okkur svo að við getum haldið áfram að vinna aðeins meira svo að við eigum fyrir yfirdráttarvöxtunum. Ok þus búið
Ég á hrós skilið fyrir að:
- að hafa klárað viðbjóðslega leiðinlegt sálfræðiverkefni í dag þó að ég eigi að skila því eftir viku.
-er byrjuð að lesa undir anatomiupróf sem er 18.júní, hef aldrei byrjað svona snemma að lesa undir próf, ég hlýt að vera að fullorðnast eitthvað.
- skreið undir rúm í gær og ryksugaði og skúraði þar undir, ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig,minn heittelskaði var allavegana afar hissa.
-setti reikninga og launaseðla síðustu 6 mánaða inn í möppu, þvílíkt átak.
Over and out
Wednesday, May 02, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
vá þvílíkur dugnaður... má ég fá smá orku frá þér :)
en varðandi leikskólabörn - vissulega er uppeldið á ábyrgð foreldra en getur hinsvegar ekki líka verið að hugsa til þess að mörg barnanna læra blótsyrðin á leikskólum frá öðrum börnum sem jú hæfa lært þetta heima hjá sér og því útrýma þessu á leikskólum þannig að börnin sem kunna þetta ekki heiman frá sér læri þetta ekki á leikskólanum! eller hvad?
ég held að það sé ekki hægt að taka á þessu bara á leikskólanum, börn verða fyrir mestum áhrifum heiman frá. þau
geta líka lært þetta annarsstaðar ,í sjónvarpinu af eldri systkinum. Það er kannski ekki hægt að koma veg fyrir að þau læri þessi orð. En foreldrarnir ættu að geta kennt að maður á ekki að segja þau upphátt held ég
Hæ elskan
Það þurfa allir að nenna að siða börnin sín það er því miður það sem er að verða vandamál víða.
Fáar reglur og láta börnin ekki komast upp með að rífa kjaft,og ég tala ekki um það að sitja til borðs og borða matinn sinn, en ekki yfir sjónvarpinu.Ásdís mín þú slappst vel fórst aldrei á leikskóla kv og knús MA
hæ skötuhjú, ég gleymdi að óska ykkur til hamingju með brúðkaupsafmælið í gær. en hér kemur það. innilegar hamingju óskir með 2 ára brúðkaups afmælið dúllurnar mínar. vonandi áttu þið góðan dag með öllu lífræna grænmetinu.
kveðja erna litla sys
Verð aðeins samt að tjá mig um þetta með blótið...því ég heyrði nefninlega eitt sinn tal starfsmanna á leikskólanum sem strákarnir okkar voru á í Græsted; "Ferlegt hvað börnin eru orðljót" sagði önnur, og hin bætti við; "Þetta kemur heiman frá".
Og örugglega rétt að hluta til...EN...eins og ég benti þeim pent á; Ef börnin okkar lærðu það heima myndu þau varla blóta á dönsku... (Reyndar hefðu þau þá alls ekki blótað þar sem við blótum ekki).
En hins vegar er stór munur á því hvort börn eigi eldri systkini...þar læra þau oft marg misjafnt...
Og ég er sammála þér að börnin eru vissulega á okkar foreldranna ábyrgð.
Svo var ég að frétta að það væri bumbubúi hjá ykkur... :) Tillykke með það :)
Knús, S.
Post a Comment