Sunday, May 20, 2007

Verkfælni

Ég er haldin alveg brjálaðri verkfælni eða valbundnum athyglisbresti eins og Erna systir kallar það. Ég nenni ekki að læra og lífið er bara leiðinlegt. En reynslan hefur kennt mér að því lengur sem ég fresta hlutunum því leiðinlegra verður lífið og allir hinir verða leiðinlegir líka. T.d er minn heittelskaði afar leiðinlegur í dag þannig að þetta er orðið dáldið hættulegt. Þannig að það er ekki um neitt annað að ræða en að taka sig saman í andlitinu og hætta þessari vitleysu. En ég er þó búin að gera tvennt, ég er búin að finna tvö ný orð yfir frestunaráráttu(hér að ofan), ég er búin að gera lista yfir alla hlutina sem ég er að fresta og svo kyrjaði ég í dag. Það er ljós í myrkrinu!

2 comments:

Anonymous said...

já það er alltaf ljós í myrkrinu. svo er að hugsa að þegar prófið er búið er komið sumarfrí. hægt að lifa lengi á því. og þá er valbundni athyglisbresturinn farinn.
sendi kossa og knús og góða strauma.
knús Erna litla sys.

Anonymous said...

Hæ frænku beib. þetta gæti líka heitið kvíði prófskrekkur what so
annað hvort að duga eða drepast
á morgun kemur nýr dagur ogsvfrv.
Gangi þér vel ko og kn
Erna 1