Tuesday, May 22, 2007

snooze

Við hjónakornin lögðum okkur sátt til hvílu í nýja svefnherberginu í gær, allt nýmálað og fínt. Við vorum minna sátt hérna í morgunsárið þegar við vöknuðum við vekjaraklukku nágrannakonunnar sem snoozaði frá 6-7. Hún virðist sofa hinumegin við vegginn og á greinilega erfitt með að komast framúr. Minn heittelskaði reyndi að hefna sín með að kveikja á sinni eigin vekjaraklukku en það virkaði nú ekki. Svona getur þetta verið í Danmörkinni, þunnir veggir!
Lífið er orðið aðeins meira spennandi, ég er líka búin að framkvæma helling á verkfælnilistanum. Ég get samt ekki beðið eftir að klára stundaskrá á föstudaginn, mér er alveg sama þó að brjálaður próflestur taki við eftir það. Ég hef þá eitthvað frelsi, get tekið sjálfstæða ákvörðun um hvaða blaðsíður ég eigi að lesa fyrst. 23 stiga hiti í Baunaveldi í gær, alveg ágætt!

2 comments:

Anonymous said...

Koma svo setja undir sig hausinn og drífa í þessu
kv og knús
Þín Mamma

Anonymous said...

Hvernig gengur að lesa elskan mín?
kveðjur og knús
Sakna þín
love your always
hlakka til að sjá ykkur í sumar
kv MA