Saturday, April 28, 2007

Framkvæmdir

Það er allt að verða vitlaust, við keyptum nýjan sófa um daginn fyrir peningana sem frúin hjá skattayfirvöldunum gaf okkur og svo fórum við í Ikea og það fer aldrei vel. Maður kemur alltaf útúr þeirri búð með eitthvað sem maður ætlaði ekki að kaupa, þökk sé djöfullegri innanbúðarhönnun sem krefst þess að maður labbi í gegnum alla! búðina þó að maður ætli bara kaupa einn púða. Maður getur ekki einu sinni fengið sér pulsu án þess að þramma í gegnum allt draslið.
Það voru keyptir borðstofustólar,diskar, baðherbergisskápar og ljós, sem betur fer var borðstofuborðið sem okkur langaði í uppselt. Við föttuðum nefnilega á leiðinni heim að okkur vantaði ekki borðstofuborð, við gleymdum því bara inn í búðinni. Borðstofustólarnir voru reyndar alveg nauðsynlegir af því að þeir gömlu voru svo óþægilegir að fólk fór snemma heim úr matarboðum vegna yfirvofandi brjóskloss. Og við leggjum ekki í vana okkar að bjóða fólki í mat sem við nennum ekki að hafa allt kvöldið(nema kannski tengdó :) þannig að núna er það leyst. Minn heittelskaði er líka búin að mála loftin hvít og skifta um klósett og vask. Hann er svona handlaginn au naturel og getur greinilega bara allt. Þannig að klósettferðir eru hættar að valda þunglyndi á þessum bæ.

1 comment:

Linda Björk said...

Hvernig er það koma ekki myndir af nýjustu framkvæmdunum? :)

hilsen