Ligg í sjálfsvorkunn með hita og kvebb en get þó glatt mig yfir minni eigin smekkvísi. Dúkurinn er kominn á gólfið og hann er geðveikt flottur. Þannig að þetta er eiginlega bara búið og það er ekki mér að þakka, það er minn heittelskaði sem er búinn að standa fyrir þessu öllu saman. Það er gott að eiga svona duglegan håndværker eiginmann.
Við ætlum að halda upp á þetta með að skreppa á nýja Bondarann um helgina, við höfum ekki farið á bíó í milljón ár(þegar maður er með 40 sjónvarpsstöðvar þá minnkar þörfin fyrir bíó).
Mér hefur fundist nóvember erfiður með skóla, vinnu og eldhús og svo framvegis og það er aðallega af því að ég er ekki góð í að skera niður í félagslífinu eða segja nei við aukavinnu. Og ég hef farið flatt á því áður að yfirplana mig og ætla svo mikið og fatta bara ekki hvar mín takmörk liggja. Það fór ekki vel á sínum tíma og tók mig marga mánuði að jafna mig andlega og líkamlega. Besta vinkona mín minnti mig á þetta í gær(takk elskan) og ég ætla að minnka verulega við mig. Ég verð að gera það af því að það er haugur af verkefnum fram að jólum og ég er orðin drulluþreytt á því að koma ólesin í skólann af því að ég hef ekki tíma. Það er helvítis bömmer að vera veik núna því að grúppan mín á að leggja fram verkefni á morgun og þær verða að gera það án mín.
Ég var í ræktinni á þriðjudaginn í fyrsta skipti í tvo mánuði og það var mjög fríkað. Ég gat hlaupið í 30 mín á hlaupabrettinu án þess að blása úr nös. Þetta gat ég ekki fyrir 2 mánuðum, ég skil þetta ekki alveg. Ég fór líka á vigtina og er búin að léttast um 3 kíló! Að fara ekki í ræktina svínvirkar greinilega!
Thursday, November 23, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
æ elskan mín ef þú ert búin að ofgera þér aftur þá er bara að taka sér tak og stokka spilin aftur hvað er mikilvægt núna og hvað er gott fyrir þig heilsan er allt þegar upp er staðið það er gott að vera duglegur og veitir manni ánægju en stundum gengur það of langt.Vellíðan og hamingja er ekki alltaf mæld í kílóum farðu vel með þig knús Mamma
Hæ frænku beyb upp með andan svo boddýið geti hvílst það er allt í lagi að hafa mikið að gera ef þú fárast ekki svona mikið yfir þessu draga andan djúpt slaka í herðum og hendur niður með síðu loka augum og segja mér er allt fært ef ég vil leifa Guði vera með 1 mínúta
á kl.fresti þá lagast allt ef þú vilt.farðu vel með þig Kveðja Erna1
hæ frænka látu þér batna knús
Gunna frænka
ooohhh, minn haus fer í þráhyggju að lesa svona um mínus 3 kíló og hlaup í 30 minútur!!! Hlakka til að geta vonandi hlaupið aftur eftir 1½ árs hlé...fer í aðgerð í lok jan eða byrjun feb...
Hlakka til að sjá þig very soon.
Knús, S.
Post a Comment