Tuesday, August 08, 2006

blah

Ég er eitthvað fúl og eirðarlaus í dag og var í leiðinlegu vinnunni minni (leiðinleg vinna =updeita íslenskan læknagagnagrunn). Ég held meira segja bara að ég hætti í leiðinlegu vinnunni. Tilgangurinn með þessari vinnu var að hafa hana með skólanum(þægilegur vinnutími plús góð laun) og ég komst ekki inn í skólann þannig það er þannig séð engin ástæða til að píslarvottast hér meir! En yfirmaðurinn er í fríi og þá fæ ég að fresta uppsögn um viku. Frestun er víst góð fyrir sálina(þá getur maður notið kvíðans aðeins lengur).
Er ekki búin að fatta nýja planið ennþá, ég sit ennþá í rústunum af gamla planinu sem klikkaði og pæli í því hvern djöfullinn fór úrskeiðis
Fór með lillesøster og Bentinum til Malmø í Svíþjóð í gær og brenndi þessum ósköpum af hitaeiningum af því að þau labba hraðar en ég. Það var mjög gaman, allt ódýrara og sá allra besti caffe latte sem ég hef nogensinde fengið. Algjörlega himneskur kaffibolli! Það er alveg þess virði núna að skreppa til Svíþjóðar fyrir kaffibolla. Svo eru fötin stærri í Svíþjóð af einhverjum orsökum, ég passaði í medium og small sem ég hef nú ekki gert síðastliðin 10 ár. Sjálfsmyndin hefur gott af því að versla hjá Svíunum.
Ég er með heimþrá þessa dagana og fæ hana yfirleitt þegar koma gestir frá klakanum. Ég sé klakann í rósrauðum bjarma núna og er búin að þróa með mér jákvætt viðhorf til lífsgæðakapphlaups, verðtryggingar, vinnualkóhólisma, verðbólgu og skítaveðurs! Eins og þið sjáið þá er ég ekki með öllum mjalla í dag!

4 comments:

Linda Björk said...

sendi stórt knús yfir hafið.

Anonymous said...

Frú blah, ég hef lausnina fyrir yður, hagið yður eins og íslendingi með allt nið'rum sig og vitjið oss á spánskri grund...það mun koma yður spánskt fyrir sjónir.

Virðingafyllst
tveggja barna móðir í úthverfi Reykjavíkur

Anonymous said...

Æ elskan mín að vera eða vera ekki með öllum mjalla er alveg álitamál fullkomlega leyfilegt stundum. þegar þannig stendur á er bara leiðin uppávið og þér mun koma í hug einhver snilldarhugmyndin einhvern daginn það gerir það alltaf.Vertu þolinmóð svolítið lengur.It will happen when it happens.
kv
MA

Anonymous said...

HÆ FRÆNKU BEYB hvað heldur þú að sé nú í gangi? engin stjórn engu ráðið allt í voða stundum þarf maður bara að láta reka á reyðanum því dagurinn í dag er allt sem þú átt morgundagurinn óskrifað blað gott að hafa plan ok.en vera ætíð tilbúin að mæta mótbyr og beyta í vindinn á morgun kemur nýr dagur með man ekki meir í c dúr vertu viss þér er ætlað annað og meira Kær kveðja Erna1