jæja þá er maður orðinn þrítugur, sem er bara ekkert nema jákvætt. Núna man ég allavegana hvað ég er gömul!. Ég átti æðislegan afmælisdag sem byrjaði á sundferð, svo var klipping og svo kíkti ég á gamla vinnufélaga og félaga. Svo fékk ég langþráð lambalæri í matinn! Það gerist ekki betra.
Ég finn fyrir því að ég er búin að danskast dáldið, mér finnst íslenskir fréttamenn alveg hryllilega skýrmæltir og þegar ég er að keyra þá er ég alltaf að passa mig á hjólreiðamönnunum sem af einhverjum ástæðum láta ekki sjá sig:). Mér finnst æðislegt að vera hérna og það er svo nice að sjá langt frá mér, sjá fjöllin og sjóinn. Geggjað! Eins og alltaf er ég búin að yfirbóka mig, ég ætla mér að sjá alla á þessum stutta tíma og það er ekki alveg að gera sig.
Friday, August 25, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment