Thursday, August 17, 2006

Til hamingju!

Það er kominn ákveðinn haustfílingur í Baunalandi, fór í sokkum og inniskóm í vinnuna í daga(það er reyndar guðlast hér í landi samkvæmt mínum heittelskaða). Mér fannst það ágætis málamiðlun, það er of heitt til að vera í alvöru skóm og of kalt fyrir að vera berfætt í sandölunum. Ég er komin með nýtt plan og er búin að skrá mig í skóla. Ég ætla að gerast "healingmassør" og ég byrja á fyrsta námskeiðinu í nóvember. Þetta verður þannig að ég tek 5 daga kúrsa svona annan til þriðja hvern mánuð og verð að vinna á meðan. Ég er að leita mér að nýrri vinnu þannig að ef þið vitið um eitthvað svaka skemmtilegt þar sem maður þénar fullt af peningum endilega láta mig vita.
Ljónynjan hún Guðmunda á ammili í dag, hún er þrítug í dag! Til hamingju með daginn krúttið mitt!

2 comments:

Linda Björk said...

Frábært hjá þér :) að skella þér í nám... þarfnast samt aðeins betri útskýringar!

Hittumst við ekki bara í Barcelona þar sem verður farið nánar yfir þetta?

Anonymous said...

Hæ elskan mín það er greinilega að birta til hmm þannig að þegar þú kemur um Jólin þá bráðvantar þig "fórnarlömb" til að æfa þig á ekki satt????
kv og knús
MA