Friday, January 20, 2006

brr!

Danskur vetur er ekkert grín, ég held ég hafi aldrei upplifað að hafa verið svona kalt áður. Og þó hef ég ágætis reynslu í vera kalt í gegnum þetta hjálparsveitabrölt á árum áður. Allar þessar vetrarferðir og útköll ,þar náði maður ágætis reynslu en það fölnar í minningunni miðað við veturinn hérna. Reyndar var þarna skiptið þegar Markús henti mér á bólakaf í Skógará í nóvember, það var helvíti kalt en það góða var að það stóð ekkert sérlega lengi. Danskur kuldi nístir í gegnum merg og bein, það hvarflar ekki að mér að fara út fyrir hússins dyr nema í neyðartilfellum, t.d að fara í vinnuna. Eftirlaun og að flytja til Kanarí hljómar alveg rosalega vel þessa dagana, það er bara verst að það eru minnsta kosti 33 ár í það!
Við hjónin erum að fara að skipta um húsnæði ,við flytjum 1. mars. Það vantar leigjendur í íbúðina sem við erum í núna .Ef þið vitið um einhverja greindarskerta íslendinga sem finnst það góð hugmynd að flytja til lands sem er kaldara en Ísland endilega láta vita!

3 comments:

Anonymous said...

Það er kalt á Íslandi líka Dísin mín
maður skefur bara bílinn og klæðir sig harkaðu bara af þér elskan mín eins og mammma segir alltaf varstu góð við bóndann þinn í dag eins og ég á bóndadaginn

Anonymous said...

hvert ertu að fara að flytja!!
ég er greinilega ekki að heyra nýjasta slúðrið í fjölskyldunni!! hvernig hafið það það annars.
kveðja Erna litla systir

Linda Björk said...

hey - hvert er varid ad fara ad flytja?