Thursday, January 12, 2006

bíó

Er ennþá heima í horinu og yfirmaðurinn bannaði mér að mæta í vinnuna á morgun. Ég á að æfa mig á að fara út í búð og ryksuga stofuna á morgun, ef það gengur þá má ég kannski mæta um helgina!
Ég er búin að horfa á fáránlega mikið af myndum þessa vikuna og ég ætla að vera með smá kvikmyndagagnrýni.
1.Princess Bride: uppáhald, alltaf skemmtileg, geðveikt sexý aðalhetjan
2.E.T : náði bara helming, hún var eiginlega bara leiðinleg
3.Snatch : ágætis krimmamynd, hún fær auka stjörnu fyrir Brad Pitt beran að ofan í 3 atriðum
4.Danny the Dog: Hún var eiginlega mjög góð, ég vissi ekki að Jet li gæti leikið, blanda af hasar og mannlegu drama
5.Moulin Rouge: Uppáhald, búin að sjá hana svo oft, græt alltaf í endann
6.Evil: sænsk mynd sem er alveg svakalega góð, sætur leikari
7.American Pie, the bandcamp: Titillinn segir allt sem segja þarf,amerísk highschool mynd eins vond og þær geta orðið
8.Calendar girls: Bresk gamanmynd, skemmtileg kellingarmynd
9.The prince and me: amerísk ástarvella en sætir leikarar
10.Prozac nation: mynd um þunglyndi, mjög góð
11. The touch: hræðileg, meikaði korter og svo gafst ég upp

2 comments:

jóna björg said...

ég var spennt alla myndina um hvernig endirinn yrði í prosac nation. Hvort þeir væru með eða á móti geðlyfja áti, ég skildi hana þannig að þeir væru með... og þá misti ég allt álit á henni. Annars var þunglyndinu lýst mjög vel og Hún Ricci leik vel...

Anonymous said...

góðann systir góð!!
hér er búið að snjóa og snjóa í tvo daga og allt á kafi. Bent finnst það frekar "leiðinlegt", hann þarf nefnilega að moka stéttina í tíma og ótíma. annars er allt gott að frétta af okkur, skólinn er kominn á fulllt, frekar mikið að gera, og nú hefst sleðavertíðinn hjá bent, sem honum finnst líka leiðinlegt.
láttu þér batna og segðu mér meira frár kvikmyndunum sem þú horfir á.
veistu hvað ég fékk í jólagjöf blade safnið á dvd. ekki slæmt, eitthvað flott að horfa á þegar ég nenni ekki að læra.
bið að heilsa anders
kveðja Erna litla systir