Djöfull er ég ánægð, ég fór til tannlæknis í dag eftir að hafa verið með tannpínu í 3 daga. Ég var þokkalega svartsýn og bjóst við rótarfyllingu með öllu því húllúmhæji og peningaútlátum sem því fylgir. En nei, tannsinn greindi mig með ennis/kinnholusýkingu og sendi mig út með pensilín recept. Mikill léttir að kaupa sýklalyf fyrir 30 kall í staðinn fyrir að borga tannsanum 4000 kall. Núna slepp ég við að tölta niður á Strik og selja mig fyrir tannlæknareikningnum:)
So far,so good með íbúðarsölumál, við settum auglýsingu á netið í gær og það eru 4 búnir hringja,1 búin að skoða og það koma 2 a morgun og 1 á föstudag. Brjálað að gera, hér er auglýsingin á DBA.
Íbúðin sem við flytjum í er leiguíbúð, 2 svefnherbergi , 66 fermetrar,á fyrstu hæð með svölum og risakjallaraherbergi þar sem minn heittelskaði getur dundað sér við smíðar. Ástæðan fyrir að við flytjum er að við fáum mikið stærri svefnherbergi, fáum svalir og það er mjög flott lokað leiksvæði fyrir Leó á milli blokkanna. Hann fær leikfélaga,(engin börn þar sem við erum núna) og svo skemmir það ekki fyrir að við spörum 2000 kall í húsaleigu á mánuði. Not bad!
Nýja íbúðin er hér,.
Við búum á Stellavej þannig að þið sjáið að við flytjum ekki langt.
Wednesday, September 24, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Flottar myndirnar í auglýsingunni sérstaklega úr eldhúsinu var ég nokkuð ný búin að vera hjá þér þegar þær voru teknar.
Gangi ykkur vel að selja.
kv og knús
Mamma
jaja den gjorde ondt.....
Svona svona elsku Anders minn,
hlakka til að sjá nýju íbúðina, gott að þurfa ekki að læra að rata uppá nýtt til ykkar.
kv og knús
Mamma
Post a Comment