Sunday, September 28, 2008

Ekki lengi að þessu!

Það er kominn kaupandi að íbúðinn, þetta tók bara 3 daga en við höldum áfram að sýna íbúðina. Maður veit aldrei hvað gerist nefnilega, þetta er ekki í höfn fyrr en peningarnir eru komnir í bankann. Við hjónin stríluðum okkur upp í gær og skelltum okkur í brúðkaup og erum hálfþunn í dag, þó ekki vegna áfengisdrykkju. Við átum yfir okkur af góðum mat og fengum cola beint í æð, við erum heldur ekki vön að fara svona seint að sofa(00:30). Þetta útstáelsi var í boði ofurbarnapíanna, Betu og Mikkel. Barnið virðist ekki hafa fengið varanleg sálræn mein af pössuninni en við leggjum peninga til hliðar samt sem áður fyrir sálfræðinginn seinna meir. Ef hann tekur ekki skaða af þessu þá kemur bara eitthvað annað seinna:)

5 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með söluna
kv og knús
Mamma

Anonymous said...

Til hamingju með þetta öll.Leo á eftir að fýla þetta í botn.

Kv og knús
Sigga Maja

Anonymous said...

takk fyrir það Sigga Mæja mín:) Hvað er annars að frétta af þér?
knús
Ásdís

Anonymous said...

Til hamingju eða? fara úr eigin í leigu er bara Danskt.það er frábært að sjá allar þessarfréttir og myndir og ég tali nú ekki um að taka skaða af ég varð fyrir skaða þú ert dásamleg frænka mín ég verð að heimsækja þig og þína þegar ferðafært verður aftur á 'Islandi
Kv gamla frænka

Anonymous said...

innilega til hamingu elskurnar mínar :) knús þín Gunna