Sunday, September 07, 2008

bla

Hér er allt að gerast, mamman byrjuð að vinna og komin í skólann aftur og pabbinn orðinn heimavinnandi húsfaðir.
Skólinn er algjört æði og heimavinnandi húsfaðirinn slær mig út í heimilisverkunum þannig að þetta er ekkert nema hamingja. Leó stendur upp út um allar trissur og blóm og bækur eiga fótum fjör að launa undan honum. Hann fékk fyrstu pönnukökuna með rjóma í gær og rann hún vel niður. Við fengum Ævar, Guggu og Jakob í heimsókn í gær og prufukeyrðum pönnukökupönnuna af því tilefni. Ég gerði þær meira að segja úr spelti.
Heimavinnandi húsfaðirinn er mjög skipulagður gæi og fer með Leó í eitthvað activity á hverjum degi. Það er farið í sund og leikstofur út um víðan völl á virkum dögum.
Ég er byrjuð á mínu vanalega krosssaumsstússi(hvað eru eiginlega mörg s í þessu orði?)Metnaðurinn er aðeins meiri en venjulega, ég er að gera jóladagatal handa Leó. Ég stofnaði saumaklúbb í ágúst og við erum búnar að hittast tvisvar og það lítur vel út með framhaldið.
Markmið vetrarins er að læra að prjóna ullarsokka.
over and out

2 comments:

Anonymous said...

Loksins hélt að búið væri að loka fyrir fréttir af ykkur.Gott að allt gengur vel bæði í skóla og heima, væri dásamlegt að fá fleirri videó af prinsinum mínum.
kv og stórt knús
Amman

Anonymous said...

Afmæli næst hlakka til
kv og knús
Amman