Wednesday, August 13, 2008

íkon


Ég skrapp í Marmor kirkjuna í dag sem er mín uppáhaldskirkja í Köben, það er svo góð stemmning í henni, ég þarf bara að sitja þar inni í svona korter til að hlaða batteríin og þá er ég eins og nýsleginn túskildingur. Ég var heppin í dag, það var listasýning á efri hæðinni í dag, kona sem málar íkona. Íkonar eru kristileg málverk sem eru máluð aftur og aftur alveg eins, alltaf verið að kópera originalinn sem Lúkas átti að hafa málað. Það er dáldið flippað að þetta málverk af Maríu og Jesú hafi verið eins í árhundruðir og það er kannski sjens að hún hafi litið svona út. Þessi íkon var allaveganna mitt uppáhald.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ frænku beib Gott að sjá frá þér íkonið er fallegt ekki er hægt að neita því sveitin mín er mitt batterí gaman væri að sitja í kirkjunni með þér og finna
Bestu kveðjur til strákanna þinna
Erna frænka

Anonymous said...

Síminn hringdi kl 7:30 Bent á línunni Erna veik og við í sumarfríi fór strax og pabbi með og passaði Óla Jökul samviskusamlega og moppaði og þurrkaði af og tók baðið í gegn því matarklúbbur er í vændum um helgina allt með glöðu geði synd að geta ekki gert þetta fyrir þig elskan mín þegar eitthvað bjátar á.
love you always kv og knús Mamma