Hér á bæ hefur ekki gefist tími til að blogga neitt af viti vegna gestagangs, við fengum þrjú holl í júlí og ágúst. Erna og Ólinn voru fyrst á sviðið ,svo kom Bent. Þar á eftir kom mútta og svo tóku Max-píurnar og powershoppararnir,Sigga og Sólrún við. Þetta hefur verið gífurlega huggulegt og gaman að fjölskylda og vinir láta sig hafa það að sofa í stofunni hjá okkur. Það er búið að fara í dýragarðinn, Bakken og ýmsar aðrar bæjarferðir og étið eins og svín aðallega. Ég stofnaði íslenskan saumaklúbb hérna í Köben fyrir stuttu og stofnfundurinn var í seinustu viku. Ég var svo heppin að ég hafði fulltrúa frá upprunalega saumaklúbbnum mínum frá klakanum, siggu og sólrúnu mér til halds og trausts. Þær sáu til þess að þetta færi nú allt vel fram.
Minn heittelskaði er kominn í hálfs árs frí og það er algjört æði. Ég hef getað unnið aðeins í heimahjúkruninni og það er gott að komast út meðal fólks aftur. Það eru tvær vikur í skólann og ég hlakka mikið til, meira segja verður heimalærdómurinn bara hressandi. Við hjónin ætlum að leika túrista í Kaupmannahöfn þangað til.
Friday, August 08, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment