Við hjónin fórum á mjög svo leiðinlegan fyrirlestur um meðgöngu upp á sjúkrahúsi í gær og þar á eftir var skoðunarferð um fæðingardeildina. Mjög undarlegt að hafa fyrirlestur um meðgöngu þegar örugglega allar konurnar þarna inni eru búnar að lesa svona 7 bækur um efnið áður en þær eru komnar 3 mánuði á leið! Ég hefði getað flutt þennan fyrirlestur..
Fæðingardeildin var mjög hugguleg af fæðingardeild af vera en það verður heimafæðing(ef það kemur ekki eitthvað uppá sem kemur í veg fyrir það).
Það er mjög gaman í skólanum en bakið á mér er farið að kvarta og ég get ekki setið í venjulegum stól lengur þannig að það verður spennandi að sjá hvað sjúkraþjálfinn segir um þetta mál í dag. Mjög undarlegt bakvandamál sem lagast við að fara út að hjóla í svona hálftíma eða leggja mig í tvo tíma.
Það er orðið skítkalt í Danaveldi ekki nema svona 14 gráður, ég þarf að kaupa mér ullarföt bráðum!
Tuesday, September 04, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Heimafæðing ????
kv og knús
MA
ps. sendu mér póst
Hæ frænku beyb
hverskonar geðilska er nú þetta það er ekki gert ráð fyrir því að konur séu svona forvitnar eins og þú og vilji fá allt strax ólétt bingóbúið barnið fætt takk fyrir
vera svolítið jákvæð og njóta líka bakverkja allt hefur tilgang tvista
gangi þér vel
ástarkveðjur til ykkar knús og kveðjur Erna
Post a Comment