Sunday, September 16, 2007

Vika 31

Er alveg að tryllast úr skipulagsáráttu þessa dagana, er búin að sortera fötin mín í óléttu skúffuna og ekki óléttu skúffuna. Það er mun skemmtilegra að klæða sig á morgnana, skal ég segja ykkur. Ég er líka búin að skipuleggja skólapappírana og önnin er varla byrjuð! Hver segir að kraftaverk eigi sér ekki stað öðru hverju! Ég er líka búin að uppgötva kosti þess að vera ekki að vinna með skólanum, núna hef ég tíma til að lesa heima áður en ég fer í skólann þannig að ég veit hvað kennarinn er að tala um þegar hann talar um það, ekki nokkrum mánuðum seinna eins og á síðustu önn. Heimavinna er sniðugt fyrirbæri.
Það er farið að kólna hérna en samt ekki nóg, núna er þetta pirrandi millibilsástand þar sem maður fer í vetrargallann á morgnana út af kulda og kemur svo kófsveittur heim seinni partinn afþví sumarið er ekki alveg búið. En maður getur svo sem ekki leyft sér að kvarta, ég sá á mbl.is að það er byrjað að snjóa á klakanum.

9 comments:

Anonymous said...

Sæl frænku beib.
skipulag hvar fanstu það??Svakalúxus að vera í "SK'OLA" með öllu sem tilheyrir ástarkveðja Erna1

Anonymous said...

sæl elskan mín gott að þú tekur svona skipuleggja tíma, maður gerir þetta stundum þegar beðið er eftir einhverju setur sér verkefni sem þurfa að vera búin fyrir einhvern tíma kemur öllum fjandanum í verk á meðan "sniðugt" sérstaklega þegar maður nennir ekki að byrja á hlutunum virkar alltaf hjá mér kv og knús Mamma

Linda Björk said...

hæ beib

hugsaði mikið til þín þegar ég var á Kastrup. Langaði svo til að stoppa hjá þér...en ansans skólinn var að flækjast fyrir mér...

knús

Anonymous said...

Til hamingju með allt Ásdís mín og gangi vel í námi sem og óléttunámi he he - en ég er að opna bloggsíðu FYLGSTU MEÐ

KERLING Í TEXAS -heitir hún
síðan --
kær kveðjan frá tx
Oddný frænkan

Oddný - Mikil áhugamanneskja um ''Næringu og heilsu + ættfræði - og einnig í dag nemi (Fjarnám) said...

http://kerlingtexas.blogspot.com/
þetta er blogg mitt frænkan mín

Kerling í Tx

Anonymous said...

hæ bara að láta vita af mér

kveðja Bella

Linda Björk said...

heyrðu stelpa.... hvernig er það - barnið er ekki komið, þú ert hætt í skólanum svo ábyggilega nógur tími til þess að skrifa nokkrar færslur.

Vil heyra frá þér og sjá bumbumyndir :)

kveðja
Linda Björk að sálast úr bloggleysi...

Linda Björk said...

jæja ertu búin að skipuleggja tilkynningaskylduna varðandi komu bumbubúa?

Er það Sigga og svo hún til okkar eða hvað?

:)

kv.
Linda spennta

Linda Björk said...

jimundur minn og það er bara komið barn!

Til lykke :)

Knús til ykkar allra!