Það lítur út fyrir það að það hafi hlýnað aðeins á klakanum, var að tala við eina vinkonu mína sem sór fyrir að það væri sólskin og hlýindi á Íslandi. Það sannar líka kenninguna hennar systur minnar, "þegar það er gott veður á Íslandi, þá er skítaveður í DK. Hér er panik á öllum ferðaskrifstofum vegna þess að það hefur verið skýjað í 2 vikur. Danir, þessar elskur eru svo viðkvæmir fyrir sólarleysi, þeir eru hræddir um að brúnkan fölni. Og þeir virðast panta sólarlandaferðir bara þegar það er vont veður. Ef íslendingar höguðu sér svona þá byggi enginn á Íslandi, við mundum koma heim á nokkura ára fresti til að endurnýja vegabréfið og heilsa uppá ömmu á elliheimilinu. Ég er búin að pakka að mestu og já ,ullarpeysan fer með!(kraftgallinn er svo plássfrekur að hann kemur ekki með). Það er skrítið að eiga mánaðarsumarfrí framundan, ég held að ég hafi aldrei verið svona lengi í sumarfríi samfleytt. Dejligt!
See you on the klake!
Monday, July 02, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
það er búið að vera fínt veður núna í júni. aldrei verið svona heitt og mikil sól í langann tíma. hlakka til að sjá ykkur
kveðja erna
p.s. í guðana bænum skildu kraftgallann eftir heima.
nei taktu hann með því það verður alltaf rigning ef regnkápan er skilin eftir sólskin ef stuttbuxurnar eru heima hlakka til að sjá þig frænku beib kveðja Erna1
Post a Comment