Saturday, June 23, 2007

Lokapartí

Ég var í svaka lokapartí í skólanum í gær, það komu allir með eitthvað að borða og uppáhaldstónlistina sína og svo var tjúttað fram eftir nóttu. Svona eiga partí að vera!
Tæknilega séð er ég komin í sumarfrí en ég þarf að taka vinnutörn í næstu viku sem byrjar reyndar í dag. Ég tek 6 kvöldvaktir áður en opinbera sumarfríið byrjar þann 3.júlí með brottför til Íslands. Ég hlakka mikið til en hlakka minna til að fara í útilegu í 10 gráðum,afhverju er ekkert sumar á íslandi? Hvar eru gróðurhúsaáhrifin þegar maður þarf á þeim að halda? Með þessu áframhaldi neyðist ég til að pakka kraftgallanum og ullarsokkunum eða vera bara inni allt sumarfríið!

6 comments:

Linda Björk said...

svo bara líka skella sér á Snæfellsnesið og vera inni í húsi í stað þess að húka í tjaldi :)

vonandi næ ég að sjá þig á Íslandinu :)

Anonymous said...

Sæl elskan mín
Hvað er að heyra ertu orðin soft fyrrverandi hjálparsveitarskvísan.
Hvaða væl er þetta. Útilega hvað það má náttúrulega reyna að finna hótel!!!
kv MA

Anonymous said...

hvaða hvaða hvurslags er þetta eiginlega. ég var í þórsmörk um helgina í bongoblíðu og sólskini. það er víst gott veður hérna.
kveðja Erna litla systir

Anonymous said...

Sæl elskan
þri. 26.6.

17°
12°
5 m/s mið. 27.6.

13°
12°
7 m/s fim. 28.6.

16°
12°
7 m/s fös. 29.6.

14°
11°
7 m/s lau. 30.6.

16°
11°
3 m/s sun. 1.7.

19°
11°
3 m/s Svona verður þetta hjá þér á næstunni svipað hjá okkur bara ekki nein rigning.
kv MA

Anonymous said...

nú er klukkan 19,00 og það er sól og blíða. hef sjaldan verið í sólbaði til að verða 19. hlakka til að sjá ykkur
knus erna

Anonymous said...

Svaka pepp í gangi hérna sé ég... Greinilegt að sumir halda að þú guggnir á klakaferðinni...

Hlakka til að sjá þig
Inga Þyri litla frænka