Sunday, June 10, 2007
tv
Er búin að vera berjast við próflesturinn um helgina og hef ekki náð að lesa eins mikið og ég hefði viljað. Það er svo viðbjóðslega heitt að það er erfitt að gera annað en að sofa og horfa á sjónvarp. Minn heittelskaði er í karlaferð yfir helgina og það hefur verið ótrúlega nice að hafa íbúðina fyrir mig(ég tala nú ekki um fjarstýringuna:). Ég sá tvær ótrúlega góðar myndir um helgina, Bend it like Beckham sem var æðisleg og svo sá ég Gone with the wind frá 1939 í fyrsta skipti í gær. Ég var alveg límd við skjáinn í einhvern 3 og hálfan tíma og felldi tár og allt. Mér finnst gamlar myndir svo afslappandi, þær eru í alltöðru tempói en myndir í dag þar sem allt þarf að gerast á fyrsta korterinu. Þær eru tákn fyrir heim sem við þekkjum ekki í dag þar sem stress þekktist ekki. Ég verð að kaupa þessa mynd á DVD.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
ég á bækurnar :) - þyrfti að fara að lesa þær aftur.
Gangi þér vel í próflestri!
Gone with the wind er æðisleg.
Við þurfum að fara að hittast mín kæra, finn að ég þarf að fara að fá góð ráð hjá þér ;).
poj poj í lestri og prófum
gangi þér vel í prófinu. þú rúllar þessu upp eins og öllu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur.kveðja litla systir
Post a Comment