Friday, May 11, 2007

Evróvision

Ég dauðskammast mín fyrir það en ég sofnaði yfir Evróinu í gær. Þar fauk íslenski ríkisborgararétturinn, íslendingur sem getur ekki vakað yfir Evróinu á ekki skilið að hafa íslenskt vegabréf. Ég náði 16 lögum og missti síðan meðvitund. En ég náði þó Eika Hauks og hann var með hárið og herðapúðana eins og fyrir einhverjum áratugum síðan. Reyndar höfðu herðapúðarnir aðeins minnkað(þeir máttu það líka alveg). Lagið var alltí lagi en hvaða gítarrunk var þetta á sviðinu eiginlega! Voru helstu gítarleikarar landsins atvinnulausir og brugðið á það ráð að senda þá alla! í Eurovision í einu? Gítarrunkið var bara asnalegt.
Eina lagið sem ég fílaði(af þeim sem ég sá þar að segja) var lagið frá Georgíu og hún komst víst áfram svo að ég hef einhvern til að halda með annað kvöld. Ég var að lesa Mbl áðan og þar voru menn súrir yfir því að komast ekki áfram og flíkandi einhverjum samsæriskenningum Ég er nú ekki alveg að kaupa þessa austantjaldssamsæriskenningu, staðreyndin er bara sú að þessi austantjaldslönd sem komast áfram er vegna þess að þeir hafa mest áhorf og þarafleiðandi mjög mikla kosningu. Þessi lönd eru tiltölulega ný í keppninni og setja þarafleiðandi kraft í þetta. Í Norður og Vestur Evrópu er enginn sérstakur áhugi fyrir þessu lengur og þaraf leiðandi léleg kosning(nema náttlega á Íslandi en það er alveg sér kafli útaf fyrir sig). Danir horfa t.d mjög takmarkað á keppnina og vita sjaldnast hvað ég er að tala um þegar ég minnist á þetta við þá. Og til þess að afsanna allar samsæriskenningar þá skuluð þið kíkja á sigurvegarana í fyrra, Finnar unnu. Í því tilfelli vann lagið, ekki landið. Svo hananú

3 comments:

Linda Björk said...

Ertu ekki komin langleiðina með að fá danskan ríkisborgararétt ;) hehehe

flott nýja útlitið :)

Anonymous said...

Takk fyrir SMS kveðjuna
kv og knús
MA

Anonymous said...

ormurinn minn vonandi gengur þetta vel
love you always
kv og knús
MA