Það er svo langt síðan ég bloggaði seinast að það mætti halda að ég væri dauð. Ég er það samt ekki,bara dáldið þreytt. Við fluttum seinustu helgi og búum núna á Austurbrú niðri í bæ. Það er nú ekki oft sem að maður flytur í niður í bæ í stærri íbúð og sparar þvílíkt í leigu. En við vorum heppin. Það er allt í rúst í nýju íbúðinni og aðalástæðan fyrir því er að ég get ekki hætt að horfa á sjónvarp. Við keyptum sjónvarp þegar við fluttum eftir 8 mánaða fráhald og núna er rassinn á mér heftaður við sófann. Þeir eru að endursýna Beverly hills 90210 frá 1995,get ekki misst af því!
Annars er allt gott að frétta, ég er að vinna í skólaumsókninni þessa dagana,ég þarf að skila henni fyrir 15 mars. Ég þarf að skrifa meistarastykki um sjálfa mig sem lýsir því hversu æðisleg ég er og afhverju skólinn ætti að vera þakklátur fyrir að ég hef áhuga á þessu námi. Það er fínt í vinnunni, rólegt eins og venjulega. Minn heittelskaði er á skíðum í Svíþjóð með börnin í ungdómsklúbbnum þannig að ég er dáldið lónlý. En Beverly Hills reddar þessu! Ég lærði nýtt danskt orðatiltæki um daginn "að vera hress eins og haförn" þeir segja þetta í alvöru;). En ég veit ekki hvernig Danir hafa komist að því að hafernir séu hressari en aðrir fuglar. Hérna hljóta að liggja einhverjar rannsóknir að baki!
Wednesday, February 22, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mikid var ad kom blogg fra ther :) var ordin desperat.
Njottu thess ad vera ein heima - ekki vera lonli.
Otrulegt en satt eg er ekkert einmana enn eftir um 6 vikur. Finnst thad alveg hreint otrulegt.
Post a Comment