Monday, February 06, 2006

Allah

Jæja nú er þessari bloggleti lokið, ég er orðin kvefuð aftur og ég bara fatta þetta ekki. Það eru rétt komnar 3 vikur síðan ég var veik síðast. Þetta er reyndar aðeins mildari útgáfa af flensunni sem ég var með seinast þannig að ég býst ekki við ég liggi eins lengi núna. Úti er reyndar íslensk snjókoma þannig að þetta er ekki með öllu illt!
Hér er allt búið að vera að ganga af göflunum út af þessum teikningum. Danir eru orðnir óvinsælli en Bush í miðausturlöndum(og það þarf nú heilmikið til!). O g allt þetta vesen er vegna þess að einhver skítableðill á Norður Jótlandi ákvað að vera fyndinn eina helgina og gera grín að Múhammeð til tilbreytingar. Hér er búið að diskútera málið til helvítis, það er enginn fær um að diskútera eins lengi og ítarlega eins og Danir.
Ég hef oft kvartað yfir gúbbífiskaminni íslendinga, Davíð hækkaði skattana í dag en á morgun kjósum við hann samt af því að við erum búin að steingleyma hvað hann gerði í gær. En jákvæði póllinn í því er kannski að þá þurfum við ekki að hlusta á fjölmiðla nauðga sama málefninu í margar vikur.
En mér finnst persónulega að Norður Jótarnir hefðu aðeins átt að hugsa sig um áður en þeir gerðu þetta. Að sjálfsögðu hefur maður rit og tjáningarfrelsi til að birta næstum því hvað sem er. En það þýðir ekki að maður eigi að birta hvað sem bara af því bara"bara af því að enginn segir mér hvað ég má og ekki má".
Þeir voru örugglega ekki búnir að búast við því að þetta myndi setja eitt stærsta fyrirtæki landsins á hliðina eða hvað þetta myndi skapa mikla hættu fyrir Dani í útlöndum. En þeir hljóta nú að hafa búist við ansi hörðum viðbrögðum. En þetta snýst í rauninni ekki um þessar teikningar, teikningarnar voru dropinn sem fyllti mælinn. Þetta sýnir einfaldlega hvernig samskipti Dana og útlendinga(sér í lagi múslima) eru í þjóðfélaginu og ástandið er bara helvíti slæmt.

2 comments:

Anonymous said...

sko, þarft þú að vera lasin til að við heyrum eitthvað frá þér? Hvað er spennandi að frétta frá þér og Danmörku :)

Anonymous said...

Ég heyri í þér systir!! ;)